Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 48

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 48
og samviskusemi, sem einkenndi störf hans fyrr og síðar. Á fundum félagsins var hann jafnan hinn létti og glaði þátttakandi, hvetjandi til umræðu og athafna. Hann átti sinn ríka þátt í því, að í félagi okkar hefir aldrei orðið fundarfall þau 36 ár, sem það hefir starfað. Sem formaður þess árin 1956—1969 mátti segja, að hann bæri það uppi á einn og annan hátt. Aldrei var sæti hans autt á fundarstað nema sjúkravist hindraði. Og ávallt á fundum lék um okkur hlýja og bjarta brosið, sem hann var svo ríkur af í vinahópi. í félagi okkar varð því skarð fyrir skildi þegar hann fyrir 6 árum lét af formennsku og fundarsókn vegna vaxandi sjóndepru. Og nú, þegar hann er allur, finnum við bezt hvað við átt- um, meðan hans naut við. Með síra Jóni Guðnasyni er genginn óvenjulega mikilhæfur maður og eftir- minnilegur öllum þeim, sem með hon- um áttu störf og stundir. Sem prestur og kennari bar hann hátt merki starfs síns og stéttar. Og sem ættfræðingur og fræðimaður skráði hann nafn sitt á spjöld íslenzkrar sögu svo að geym- ast mun um ókomin ár og aldir. 8. des. 1975 Jón Skagan. 286

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.