Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 53
roða.“ Hins vegar er ekki blöðum um
Það að fletta, að honum hlýtur að
!eiðast kristinn dómur þeirra manna,
er kenna sig við nafn hans,
en þurfa sjaldan eða aldrei að fara
1 kirkju, enn síður að ganga að borði
hans og alls ekki að sinna smæl-
ingjum hans, fyrr en þeir hafa sjálfir
notið allra gæða til hlítar. Einna skað-
legust og óskemmtilegust eru þó ó-
heilindin og hálfvelgjan, þegar launað-
ir starfsmenn kirkjunnar þykjast ekki
Þurfa að sinna kirkjugöngum.
HofmóSugir vindar
Norðmenn tala um afkristnun, Færey-
ingar efalaust einnig. Sjái þeir, frænd-
Ur vorir, bliku hennar. þá eru vindar
hennar þegar orðnir hofmóðugir á is-
•andi. Margir kristnir menn óttast
kommúnista og sósíalista, telja þar
skæðustu óvini kristninnar. Og það er
satt, að víða hafa róttækir menn fjand-
skapazt við kristna menn, annað hvort
af hreinni illgirni ellegar af pólitískri
hugsjón. En það er hjátrú, að þeir séu
éðrum óvinum hættulegri. Já, meira
sö segja er spurning, hvort kristnin
^uni ekki, að fám árum liðnum, standa
með mestum blóma í þeim sósíalista-
°g kommúnistaríkjum, þar sem hún er
nu einna óvinsælust af stjórnvöldum.
Sitthvað gæti bent til þess, að svo
muni verða. Og hin íslenzka afkristun
er ekki sósíalistum eða kommúnistum
kenna. Rök sín og aðferðir hafa
Þei
sott í smiðju til annarra, sem
Voru á undan þeim.
Það gerði gæfumuninn milli vor og
r®nda vorra í Noregi og í Færeyj-
um, svo að þeir séu enn teknir til
dæmis, að öflugar trúarvakningar urðu
hjá þeim, um þær mundir, er vér
fengum dreggjarnar af Brandesi og
aldamótaguðfræðinni frá Dönum og
Þjóðverjum og síðan spíritisma og
fleira góðgæti í ábæti. Sé kirkjusókn
dræm á islandi og annar bragur kristni-
lífs eftir því, fari predikanir presta fyrir
ofan garð og neðan hjá áheyrendum,
þá þarf ekki að leita orsakanna ann-
ars staðar fremur. Menn, sem sviptir
hafa verið trú sinni á, að Biblían sé
merkilegri bók en aðrar gamlar bækur,
og lært það jafníramt, að Jesús Kristur
hafi verið maður eins og hver annar,
en enginn lausnari, að grundvöllur trú-
arinnar á líf að loknu þessu sé vitnis-
burður framliðinna manna, en ekki
upprisa Krists, þurfa ekki að ganga
í kirkju. Þetta er svo augljóst, að hvert
mannsbarn, sem nokkuð þekkir til for-
tíðar og nútíðar á íslandi, ætti að geta
séð það. Furðu fáir virðast þó átta
sig á þessu. Hins vegar gengur marg-
ur landinn með kynlegustu grillur um
frjálslyndi og víðsýni íslenzks anda og
jafnvel sérkennilegan, íslenzkan krist-
inn dóm. Dæmin eru mörg. Skúli á
Ljótunnarstöðum les Nýja testamentið
í hænsnahúsi á barnsaldri og heldur,
að hann hafi af barnslegum skilningi
uppgötvað, að engin guðfræði sé í
guðspjöllunum, heldur muni hún vera
uppfinning Páls postula og annarra
slíkra. Verst er, að vísast munu ein-
hverjir trúa honum eins og nýju neti.
En hvernig stendur á því, að þessi
barnslega uppgötvun kemur svo mæta
vel heim við tízkuguðfræði bernsku
hans? Jakobína Sigurðardóttir gerði
291