Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 56
Skiptinemar Um mánaðarmótin júlí/ág. s. I. hófst nýtt skiptinemaár, svo sem venja er. Við kvöddum þá erlendu gestina okk- ar, er hér höfðu dvalið í eitt ár. Öll höfðu þau sótt tungumálanámskeið, öll verið í skólum kirkjunnar í Skál- holti og að Löngumýri, öll unnið í fiski og verið á bóndabæ og nokkur kom- ust einnig að við félagsleg hjálpar- störf. Var árið ágætt og að mestu án árekstra. Þrjár ráðstefnur voru haldn- ar, var þeirrar fyrstu getið í skýrslu æskulýðsfulltrúa fyrir haustráðstefnu 1974. Önnur ráðstefna var með um- sækjendum um þátttöku í nemenda- skiptum fyrir árið 1975 til 1976. Loka- ráðstefnan var s. I. vor í Neskirkju í Reykjavík. Var sú ráðstefna í þrem þáttum. í fyrsta lagi var uppgjör er- lendu skiptinemanna, í öðru lagi var lokaundirbúningur fyrir íslenzku skipti- nemana, er fara skyldu utan og loks voru erindi og umræður um „ungling- inn í dag.“ Nokkrir foreldrar tóku þátt í þessari ráðstefnu, en hún þótti vel takazt. Létu erlendu skiptinemarnir vel af dvölinni og einn hafði á orði, að hann þekkti nú betur islendinga en eigin þjóð. Lét sá sami vel af starfs- áætlun okkar og rekstri öllum, en kvað óljóst, hvað við eiginlega vildum með starfsáætluninni. Nú má það öllum Ijóst vera, að þótt við hér heima vildum enn bæta starfsáætlun okkar þá virðist svo af bréfum frá íslenzku skiptinem- unum okkar erlendis, að áætlunin sé okkur fremur til hróss en ósóma. Hitt var þörf áminning, að markmið okkar kemur e. t. v. ekki nægilega skýrt fram. Kristur er markmið okkar og grundvöllur. Á það þarf að leggja meiri áherzlu á ráðstefnum okkar, en hvað þennan grunn og þetta markmið snertir, þá beinast augu okkar fyrst og fremst til Skálholtsskóla. Fyrir því virðist að leggja beri áherslu á, að allir okkar erlendu skiptinemar stundi nám um tíma í skólum kirkjunnar. Þannig munu allir erlendu skiptinemarnir, er nú dvelja hér, vera við nám um tíma í Skálholti á þessum vetri. Hitt vil ég undirstrika, að stöðugt ber að endur- skoða starfsáætlun okkar og byggja upp frá þeim grunni, sem hún hefur verið, er og mun verða byggð á. Jafnframt því, sem við kvöddum okkar erlendu gesti um mánaðarmótin júlí/ágúst, kvöddum við einnig nýja íslenzka skiptinema. Fór einn til Sví- þjóðar, einn til Finnlands, þrír fóru til Sviss, einn til Austurríkis, einn til Nýja-Sjálands og fimm fóru til Banda- rikjanna. Við höfðum, svo sem áður segir, haft með þeim tvær ráðstefnur, en auk þess oftlega hitt þau og staðið í bréfasambandi við þau. Láta þeir nú allir vel af undirbúningi og dvöl sinni- Er þeim skrifað reglulega einu sinni í mánuði, og þeir svara svo til reglu- lega. Er hér um að ræða bót frá því sem áður var. Við heilsuðum einnig gömlu skipti- nemunum íslenzku í júlí/ágúst og höfum haft með þeim eitt mót. Létu þau öll vel af dvöl sinni. Þá heilsuðum við nýjum erlendum skiptinemum. Eru tveir frá Bandaríkjunum, einn frá Sví- þjóð, einn frá Þýzkalandi, einn frá Nýja-Sjálandi. Öllum þeim voru útveg- uð góð heimili á réttum tíma og yf>r' 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.