Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 60

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 60
á lager nokkur ár í viðbót. Gerð var kostnaðaráætlun um prentun bókar- innar „Vem ska jag tro pá“ en sú bók er sænsk og að flestra mati bezta fermingarkverið, sem nú er völ á á Norðurlöndum. Eins og málin standa nú, verður stefnt að því að láta þýða þessa bók og staðfæra og síðan prenta á íslenzku, en áður en allt þetta fer í gang, þarf að tryggja að þessi bók verði notuð til reynslu veturinn ‘76— ‘77 af u. þ. b. 1000 fermingarbörnum hér á landi, til þess að unnt sé að fjár- magna fyrirtækið að einhverju leyti og lengja tímann, sem núverandi birgðir af Kristinni trúfræði ná yfir. Kristið kvikmyndasafn Um leið og gleðjast má yfir sporum í rétta átt hvað snertir barnastarfið og árangur þess, hlýtur nokkurn skugga að bera yfir efnisöflun og útgáfustarf- semi fyrir unglinga. Þar hefur aðeins eitt raunverulegt átak verið gert. Það er upphaf kvikmyndasafnsins. Því hef- ur áður verið lýst, hvernig að undir- búningi var staðið og verður það ekki ítrekað hér, en nú eru í vörzlu og til dreifingar hjá Fræðslumyndasafni rík- isins fjórar kvikmyndir Æskulýðsstarfs- ins ásamt með ítarlegum tillögum um notkun þriggja þeirra. Fylgja tillögur þessar kvikmyndunum. Prestum hafa einnig verið kynntar þessar myndir og tillögur um notkun þeirra. Vonandi verður framhald á þessum þætti Æsku- lýðsstarfsins, en sennilega verða næstu myndir, er í safnið koma, að vera með íslenskum texta. Sérstök nefnd eða starfshópur er nauðsyn- legur til að sjá um þennan þátt starfs- ins með æskulýðsfulltrúa. Sumarbúðir Rekstur sumarbúðanna gekk [ heild nokkuð vel. Endanleg uppgjör þeirra liggja þó ekki ennþá fyrir. Að líkindum hefur aðsókn verið best á Vestmannsvatni og rekstur þar komið einna hagstæðast út. Aðsókn að Skál- holti varð fremur dræm í byrjun og jókst ekki fyrr en dvalargjald var lækk- að. Varð það til þess að flestir dvalar- flokkar fylltust. Erfitt er að geta sér til um ástæður minnkandi aðsóknar í sumarbúðir. Hér sunnanlands er þó úr nokkuð mörgum sumarbúðum að velja, einnig virðast orlofsheimili og jafnvel sólarlandaferðir koma að nokkru í stað sumarbúðadvalar. Þarf því greinilega að taka sumarbúðamál fastari tökum og e. t. v. að fara aðrar leiðir í notkun sumarbúðahúsnæðis. Fermingabarnamót Á undanförnum árum hefur verið ýmis konar þjónusta við fermingarbörn. Á vorin hafa prestar í Árnessprófasts- dæmi haft mót fyrir fermingarbörn, sem fermst hafa um vorið. Hefur verið um 2—3 hópa að ræða og hver hóput staldrað við í Skálholti í einn sólar- hring. Prestar úr Rangárþingi hafa fengið inni í Skálholti með sín ferm- ingarbörn haustið áður en þau ferm- ast og haft 3 daga mót, sem e. k- upphaf fermingarfræðslunnar. í haust var svo hópur fermingai'" barna næsta vors úr Garðahreppi- Sa háttur var hafður á, að hver bekkur fékk eins dags frí í skólanum og dvaldi 298

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.