Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 66

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 66
hann naumlega undan lífláti. Þegar kommúnistar tóku völd var hann settur í stofufangelsi, og árið 1954 var hann dæmdur í 25 ára fangelsisvist, ákærð- ur fyrir föðurlandssvik og njósnir í þágu Vatikansins. Honum var komið fyrir í þrælkunarbúðum og þar brast heilsa hans. Þegar Dubcek-stjórnin tók við völdum var honum sleppt og fékk þá að sinna biskupsembætti sínu, en með miklum takmörkunum. Kardi- náli varð hann árið 1969, en útnefning hans ekki birt fyrr en 1973. Banamein Trochta kardinála var heilablóðfall, sem hann fékk eftir daglanga hrotta- fengna yfirheyrslu hjá stjórnarerind- reka nokkrum, Dlabal að heiti. Sá hafði eftirlit með kirkjumálum í Lito- merice. Eftir dauða Trochta litu margir trú- bræður á hann sem píslarvott. Því var það, að yfirvöld lögðu blátt bann við minningarathöfnum um hann, svo að ekki yrðu mótmæli höfð í frammi við jarðarför hans. Jarðarförin fór fram á virkum degi. Öll farartæki, sem voru á leið til dómkirkjunnar í Litomerice voru stöðvuð og þeir, sem í þeim voru látnir sæta yfirheyrslum. Prestaregla kardinálans fékk ekki að hafa fulltrúa við jarðarförina. Hins vegar sendi stjórnin fimm fulltrúa og meðal þeirra var Dlabal, sem fylgdist með fram á grafarbarm. Frá kristnum mönnum í Kína Dr. E. H. Johnson fyrrum kristniboði í Mansjúríu og starfar nú sem fram- kvæmdastjóri presbyterakirkjunnar í Canada, tók sér ferð á hendur til Alþýðulýðveldisins Kína og segir frá því, að hann hafi verið við guðþjón- ustu mótmælenda í Peking. í guð- þjónustu þessari voru um 40 manns flestir sendiráðsmenn. Þessi guðþjón- usta var minnisverð fyrir það, að kín- verski presturinn skírði barn frá Sierra Leone og var sendiherrann frá Nigeriu guðfaðir barnsins. Engin predikun var flutt í guðþjónustunni en altarissakra- mentið var borið fram. Öll hafði guð- þjónustan vestrænan blæ, þýddir vest- rænir sálmar voru sungnir við vestræn lög og leikið undir á píanó. Dr. Johnson dvaldist á heimili K. H. Ting, sem áður var biskup í Chekiang. Tjáði biskupinn honum að mótmæl- endur væru 0.1% allra íbúa Kína — Þetta er þó ágiskun ein, — en íbúafjöldin er nær tvöfalt meiri, en hann var, þegar kristnir menn voru flestir hér fyrr á árum, en þá voru kristnir menn taldir 0.2% af íbúum landsins. Tekið var upp í stjórnarskrána á ár- inu 1975 að allir íbúar nytu „frelsis til að trúa eða trúa ekki og einnig frelsis til að boða guðleysi.“ Ting biskup seg- ir að frelsið til að trúa feli í sér frelsi tii að iðka trú. Nokkrar fjölskyldur hafa gerzt kristnar og hægt er að bjóða fólki á kristnar samkomur. Við prestaskólann í Nanking eru nu 12 prófessorar og 8 kennarar aðrir, segir Ting biskup. Kennaraliðið rseðii' nú alræði öreiganna og hvernig háttað skuli guðfræðimenntun í Nýja-Kína. 304
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.