Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 66
hann naumlega undan lífláti. Þegar
kommúnistar tóku völd var hann settur
í stofufangelsi, og árið 1954 var hann
dæmdur í 25 ára fangelsisvist, ákærð-
ur fyrir föðurlandssvik og njósnir í
þágu Vatikansins. Honum var komið
fyrir í þrælkunarbúðum og þar brast
heilsa hans. Þegar Dubcek-stjórnin
tók við völdum var honum sleppt og
fékk þá að sinna biskupsembætti sínu,
en með miklum takmörkunum. Kardi-
náli varð hann árið 1969, en útnefning
hans ekki birt fyrr en 1973. Banamein
Trochta kardinála var heilablóðfall,
sem hann fékk eftir daglanga hrotta-
fengna yfirheyrslu hjá stjórnarerind-
reka nokkrum, Dlabal að heiti. Sá
hafði eftirlit með kirkjumálum í Lito-
merice.
Eftir dauða Trochta litu margir trú-
bræður á hann sem píslarvott. Því var
það, að yfirvöld lögðu blátt bann við
minningarathöfnum um hann, svo að
ekki yrðu mótmæli höfð í frammi við
jarðarför hans. Jarðarförin fór fram
á virkum degi. Öll farartæki, sem voru
á leið til dómkirkjunnar í Litomerice
voru stöðvuð og þeir, sem í þeim voru
látnir sæta yfirheyrslum. Prestaregla
kardinálans fékk ekki að hafa fulltrúa
við jarðarförina. Hins vegar sendi
stjórnin fimm fulltrúa og meðal þeirra
var Dlabal, sem fylgdist með fram á
grafarbarm.
Frá kristnum mönnum í Kína
Dr. E. H. Johnson fyrrum kristniboði
í Mansjúríu og starfar nú sem fram-
kvæmdastjóri presbyterakirkjunnar í
Canada, tók sér ferð á hendur til
Alþýðulýðveldisins Kína og segir frá
því, að hann hafi verið við guðþjón-
ustu mótmælenda í Peking. í guð-
þjónustu þessari voru um 40 manns
flestir sendiráðsmenn. Þessi guðþjón-
usta var minnisverð fyrir það, að kín-
verski presturinn skírði barn frá Sierra
Leone og var sendiherrann frá Nigeriu
guðfaðir barnsins. Engin predikun var
flutt í guðþjónustunni en altarissakra-
mentið var borið fram. Öll hafði guð-
þjónustan vestrænan blæ, þýddir vest-
rænir sálmar voru sungnir við vestræn
lög og leikið undir á píanó.
Dr. Johnson dvaldist á heimili K. H.
Ting, sem áður var biskup í Chekiang.
Tjáði biskupinn honum að mótmæl-
endur væru 0.1% allra íbúa Kína
— Þetta er þó ágiskun ein, — en
íbúafjöldin er nær tvöfalt meiri, en
hann var, þegar kristnir menn voru
flestir hér fyrr á árum, en þá voru
kristnir menn taldir 0.2% af íbúum
landsins.
Tekið var upp í stjórnarskrána á ár-
inu 1975 að allir íbúar nytu „frelsis til
að trúa eða trúa ekki og einnig frelsis
til að boða guðleysi.“ Ting biskup seg-
ir að frelsið til að trúa feli í sér frelsi tii
að iðka trú. Nokkrar fjölskyldur hafa
gerzt kristnar og hægt er að bjóða
fólki á kristnar samkomur.
Við prestaskólann í Nanking eru nu
12 prófessorar og 8 kennarar aðrir,
segir Ting biskup. Kennaraliðið rseðii'
nú alræði öreiganna og hvernig háttað
skuli guðfræðimenntun í Nýja-Kína.
304