Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 68

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 68
sem Rahner flutti á ráðstefnu fangels- ispresta í Innsbruck 1959. Þrátt fyrir sína ákveðnu og afmörkuðu yfirskrift hygg ég, að grein þessi eigi sér mjög almenna og sterka skírskotun til krist- inna manna, lærðra sem leikra, þar sem hún snertir hin dýpstu rök í trú- arvitund þeirra. Vænti ég þess, að ÞJÓNUSTA FANGELSISPRESTA Þér prestar, sem þjónið í fangelsum, hafið komið hér saman stundarkorn til hugleiðingar um starf yðar. Tilgangur þessarar stundar er engan veginn sá að reyna að finna út leiðir til þess, að starfshlutverk yðar megi gefa af sér ávöxt og blessun til handa þeim, sem faldir eru umsjá yðar, heldur á hún að beinast að þeirri hugsun, hvernig slík- ur prestur með þvílík verkefni megi sjálfur finna Guð. Þetta táknar ekki, að verið sé að breyta ósíngjarnri aðstoð við aðra menn eða kristnum náungakærleika í einhverja sérplægni. Vér erum aðeins að ítreka þá einföldu grundvallarstaðreynd, að í lífi voru sem presta getum vér því aðeins þjón- að öðrum, að vér séum sjálfir fullir náðar hans, sem vér berum vitni og eigum að miðla til annarra manna — í orði hans, sakramentum og náðar- áhrifamikil útlegging Rahners á þess- um sígildu sannindum nái þeim til- gangi sínum að höfða til innri skiln- ings og hræra við lífsafstöðu lesenda þrátt fyrir sviplítinn búning í þýðingu minni. J. V. J. gjöfum. Embættisþjónusta vor sem slík eða krafturinn á bak við opus operatum* fær engu um þokað í þess- um efnum af sjálfu sér. Því að hvort tveggja verða mennirnir að meðtaka af opnum huga, ef þetta á að ná sínum áhrifum. En þjónust- unni verður aðeins veitt viðtaka, ef þeir, sem inna hana af hendi, eru fser- ir um að gera trúanlega sína sönnu boðun og náð Guðs með göfugu, kristnu líferni þeirra sjálfra. Eigi held- ur getur maður einfaldlega sagt sem svo, að ósíngjörn þjónusta sé í eðli sínu heilög og að því frekar sem mað- ur gleymi sjálfum sér í þjónustunni við aðra og deyi sjálfum sér, þeim mun fremur verði hann fullur náðar Guðs og þeim mun hæfari til að ávinna náunga sinn með vitnisburði Anda oQ kraftar. í jákvæðum skilningi er þessi *) Þ. e., að sakramenti er í sjálfu sér náðar- meðal Guðs, óháð verðleikum prestsins eða viðtakandans, ex opere operato, ,,af framkvæmd verksins" (réttri helgunarathöfn prests eða biskups). En þrátt fyrir hlutlægt gildi þess sem náðarmeðals er verkun þess ýmsum skilyrð- um háð, s s. iðrun eða trú, jákvæðri yfirbótar- hugsun eða kærleiksvilja viðtakandans. En neikvæð afstaða hans verður hindrun [ vegi þess, að náðarmeðalið fái haft sín heilnæmu áhrif á manninn. Þannig meðtaka allir viðtak- endur virkilegt náðarmeðal Guðs í heilögu altarissakramenti (sem felur f sér, ex opere operato, raunverulega nálægð Krists), en hugs- anlegt er, að einhverjir fái ekki notið helg- andi áhrifa þess vegna vanhæfis eða rriót stöðu við náðina. Helgunargildið er samt sem áður til staðar i sakramentinu sjálfu. (Aths- þýð.). 306
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.