Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 72

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 72
verið veitt viðtaka hjá Guði vegna þess, að það var gott, í stað þess að trúa því, að það, sem vissulega var glatað, hafi verið meðtekið, til þess að það yrði síðan gjört gott). Vér verð- um að íhuga þann sannleika og taka við honum í trú og gegn vorri eigin „reynslu", að Drottinn sé í þessum glötuðu einstaklingum, sem vér hittum í fangelsunum; að hann sé í þeim fyrir sakir vilja hans til kærleika, sem kallar með nafni til sín allsleysið og hið glat- aða og endurskapar það; — já, í þess- um mönnum, fyrir langlundargeð hans, fyrir hinn almáttka kraft, sem sér — jafnvel í þessum smáskammti af eymd heimsins — einstakling, eilíft líf, bróð- ur hins holdtekna Orðs Guðs, ástfólg- inn mann, þann sem Guðdómurinn auð- sýnir fullkomna alvöru; hann sér hann á þennan hátt, eða öllu heldur skapar hann þannig, með því að líta hann í kærleika. Sannarlega er hann í þeim, því að frumleyndardómur þess kær- leika, sem skapar menn og gjörir þá nýja, sem er Guð sjálfur, verður ekki skilinn — og þar með verður kjarni kristindómsins gersamlega misskilinn — nema þessi ótrúlegi, fjarstæðu- kenndi sannleiki, með sinni gagngeru umvendingu á allri vorri skammsýnu reynslu, sé skilyrðislaust meðtekinn í trú. En ef vér viljum skilja orð Drottins vors og finna hann í föngunum, verðum vér ekki aðeins að hugleiða í trú og bæn þau sannindi, að hann er í þeim; vér verðum einnig og jafnvel ennþá frekar að hugleiða það, hvernig vér getum fundið hann í þeim. Því að þetta er hin skelfilega hætta: að oss getur mistekizt að bera kennsl á hann, jafn- vel þótt hann sé í þessum glötuðu, ólánsömu bræðrum sínum, þótt hann sé eitt með þeim. Vér hneigjumst til að ganga framhjá honum; augu vor geta verið lukt aftur, hjörtu vor ónæm og lokuð fyrir honum, svo að vér sjá- um hann ekki. Á þessu tímaskeiði trúar, en ekki fullrar andlegrar sjónar (sbr. Róm 8:24n, I. Kor. 13:12, Hebr. 2:8c, 11:1 — innsk. þýð.), munum vér reyndar aldrei finna hann nema í hul- iðsgervi. Þegar efsti dagur rennur upp, verðum vér enn meðal þeirra, sem spyrja jafnforviða og þeir, sem ekki hafa komið til Drottins og ekki fundu hann: „Hvenær sáum vér þig í fangelsi og vitjuðum þín?“ (Mt. 25:39,44). Svo langt sem reynslan nær, verður þessu alltaf þann veg farið. Oss mun virðast sem það sé ekki hann og að ekki sé mögulegt að finna hann í föngunum. En þetta er einmitt það, sem kristin- dómur er, þetta að finna, þegar vér höldum að vér höfum ekki fundið, — að sjá, þegar vér virðumst aðeins stara inn í myrkrið, — að hafa eitthvað, þegar vér höldum að vér höfum glatað því. Og eins er því farið hér. Vér verð- um að leita hans og finna hann í föng- unum. Og það er ekki auðvelt. Það er hægur vandinn að kannast ekki við hann og ganga sem blindur framhjá honum, einnig þegar þér eruð þarna nærstaddir í fangelsunum og „gegnið skyldum yðar“ eða þegar þér eruð rómaðir fyrir að vera góðir fanga- prestar. Hvað merkir það að sjá Krist sjálf- an í bræðrum hans í fangelsum? Fyrst og fremst merkir það lotningarfulla 310
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.