Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 76

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 76
 vor, hinzti aflgjafinn til að elska ná- unga vorn „allt til dauða". Vér virki- lega deyjum vegna þessa kærleika; en að deyja án örvæntingar (þar sem örvæntingin bindur enda á kærleik- ann) er einungis unnt, ef vér deyjum inn í hið eilífa líf Guðs. Vér verð- um því að elska náunga vorn og leita hans, en ekki vorrar eigin upp- fyllingar og fullkomnunar. Þetta er hins vegar aðeins unnt ,,að lokum“, ef vér finnum Guð í því og ef þessi kærleikur til náungans er umvafinn og endurleystur, varðveittur og frelsaður af kærleika Guðs, sem umlykur hann, er vér finnum Guð í Kristi. Hver sá, sem ofurselur sig þessu ævintýri sjálfsdeyðingar í skilyrðislausum kær- leika til náunga síns, mun þá finna Guð, og hver sem finnur Guð getur elskað náunga sinn eins og sjálfan sig. Hann mun þá öðlast þann skýr- leik sjónarinnar, sem heyrir til þeirri trú, sem sér veruleika Guðs jafnvel í hinum yfirgefnasta af öllum mönnum, veruleika sem gerir hann sannarlega verðugan þess að vera elskaður með auðmjúkri lotningu. Vér finnum Krist, Drottin vorn, í föngunum. Vér verðum að finna hann þar; þar er hann vissulega að finna, og þar verður hann fundinn með þeim ha?tti, að kynni vor af honum munu einnig frelsa oss og gjöra oss ham- ingjusama. 2. Vér sjálfir í föngunum Vér finnum sjálfa oss í föngunum, þegar vér sjáum í þeim hinn leynda sannleika um vort eigið ástand. Sérhver maður er sífellt að hlaup- 314 ast á brott frá sjálfum sér. Aðeins þeir heilögu menn, sem náð hafa fullkomn- un, gætu sagt, að þeir blekki sjálfa sig ekki lengur varðandi ástand sitt. Aðeins þeir fullkomnu hafa hætt að bæla niður sannleikann frá Guði innra með sér. Þann sannleika, að vér er- um syndarar; þann sannleika, að vér leitum vors eigin; þann sannleika, að á þúsund mismunandi vegu, á grófan hátt eða slægvísan, erum vér alltaf að reyna að þjóna Guði og sjálfum oss; þann sannleika, að vér erum huglausir, makráðir, latir og þvermóðskufullir þjónar Guðs; þann sannleika, að vér gjörum ekki það, sem oss ber að gjöra: að elska Guð af öllu hjarta voru og öllum mætti vorum. Vér getum tekið undir með Ritningunum og kenn- ingu fornkirkjunnar um inntak þessa niðurbælda sannleika og viðurkennt, að vér erum ófrjálsir — fangar —•. nema Andi Guðs, náð hans, endur- leysi oss. Víst getum vér kallazt frjáls- ir menn í borgaralegum og lagalegum skilningi: vér getum verið ábyrgir gerða vorra, ekki aðeins í augum manna, heldur einnig í augum Guðs og samkvæmt miskunnarfullum, rétt- vísum dómi hans. En ef vér höfum ekki verið endurleystir af Anda Guðs til frelsis Krists, þá erum vér — þrátt fyrir allt þetta veraldlega frelsi og til- heyrandi ábyrgð þess í augum Guðs — hjálparvana og vonlausir fangar í fangelsi sektar vorrar, hins fjötraða ástands vors, vanmáttar vors til sS inna af hendi nokkurt verk oss til hjálp' ræðis. Og þeir menn, sem vér vitjum 1 fangelsi, eru ímynd þessa: ímynd allta

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.