Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 76

Kirkjuritið - 01.12.1975, Síða 76
 vor, hinzti aflgjafinn til að elska ná- unga vorn „allt til dauða". Vér virki- lega deyjum vegna þessa kærleika; en að deyja án örvæntingar (þar sem örvæntingin bindur enda á kærleik- ann) er einungis unnt, ef vér deyjum inn í hið eilífa líf Guðs. Vér verð- um því að elska náunga vorn og leita hans, en ekki vorrar eigin upp- fyllingar og fullkomnunar. Þetta er hins vegar aðeins unnt ,,að lokum“, ef vér finnum Guð í því og ef þessi kærleikur til náungans er umvafinn og endurleystur, varðveittur og frelsaður af kærleika Guðs, sem umlykur hann, er vér finnum Guð í Kristi. Hver sá, sem ofurselur sig þessu ævintýri sjálfsdeyðingar í skilyrðislausum kær- leika til náunga síns, mun þá finna Guð, og hver sem finnur Guð getur elskað náunga sinn eins og sjálfan sig. Hann mun þá öðlast þann skýr- leik sjónarinnar, sem heyrir til þeirri trú, sem sér veruleika Guðs jafnvel í hinum yfirgefnasta af öllum mönnum, veruleika sem gerir hann sannarlega verðugan þess að vera elskaður með auðmjúkri lotningu. Vér finnum Krist, Drottin vorn, í föngunum. Vér verðum að finna hann þar; þar er hann vissulega að finna, og þar verður hann fundinn með þeim ha?tti, að kynni vor af honum munu einnig frelsa oss og gjöra oss ham- ingjusama. 2. Vér sjálfir í föngunum Vér finnum sjálfa oss í föngunum, þegar vér sjáum í þeim hinn leynda sannleika um vort eigið ástand. Sérhver maður er sífellt að hlaup- 314 ast á brott frá sjálfum sér. Aðeins þeir heilögu menn, sem náð hafa fullkomn- un, gætu sagt, að þeir blekki sjálfa sig ekki lengur varðandi ástand sitt. Aðeins þeir fullkomnu hafa hætt að bæla niður sannleikann frá Guði innra með sér. Þann sannleika, að vér er- um syndarar; þann sannleika, að vér leitum vors eigin; þann sannleika, að á þúsund mismunandi vegu, á grófan hátt eða slægvísan, erum vér alltaf að reyna að þjóna Guði og sjálfum oss; þann sannleika, að vér erum huglausir, makráðir, latir og þvermóðskufullir þjónar Guðs; þann sannleika, að vér gjörum ekki það, sem oss ber að gjöra: að elska Guð af öllu hjarta voru og öllum mætti vorum. Vér getum tekið undir með Ritningunum og kenn- ingu fornkirkjunnar um inntak þessa niðurbælda sannleika og viðurkennt, að vér erum ófrjálsir — fangar —•. nema Andi Guðs, náð hans, endur- leysi oss. Víst getum vér kallazt frjáls- ir menn í borgaralegum og lagalegum skilningi: vér getum verið ábyrgir gerða vorra, ekki aðeins í augum manna, heldur einnig í augum Guðs og samkvæmt miskunnarfullum, rétt- vísum dómi hans. En ef vér höfum ekki verið endurleystir af Anda Guðs til frelsis Krists, þá erum vér — þrátt fyrir allt þetta veraldlega frelsi og til- heyrandi ábyrgð þess í augum Guðs — hjálparvana og vonlausir fangar í fangelsi sektar vorrar, hins fjötraða ástands vors, vanmáttar vors til sS inna af hendi nokkurt verk oss til hjálp' ræðis. Og þeir menn, sem vér vitjum 1 fangelsi, eru ímynd þessa: ímynd allta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.