Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 62

Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 62
sannar. En þá kom þetta mál eins og Ijósgeisli inn í líf mitt. Eftir það skild- ist mér að lítið gerði til þótt ritning- unni sé ábótavant í mörgu, því ég hafði uppgötvað hinn ósýnilega and- lega heim." Sú staðreynd, að u.þ.b. helmingur hérlendra presta aðhyllist spíritisma fram að miðbiki aldarinnar er mjög séríslenzkt fyrirbrigði, sem rekja má til skrifa Haralds Níelssonar. Skömmu eftir að tilraunirnar með Indriða hófust fór hann að falla í ,,trance“, í fyrsta skipti laugardaginn fyrir páska 1905, olli það í fyrstu beyg meðal fundarmanna. Skrifaði Indriði og talaði í ,,transinum“, en erfram á vorið leið fór hann að sjá sýnir í á- standinu og var mjög hræddur í fyrstu, enda allarfjandsamlegar(Mbl. XXI, 291,6. des.1934). Haustið 1905 verður breyting á. Indriði ákveður að hætta við allt saman og fara til Ameríku. Leggst hann veikur í einhverja vesöld og verður þá fyrir vitrun. Sagðist honum svo frá, að til sín hefði komið gamall maður og skrifað gegnum sig bréf, sem færa skyldi Einari Hjörleifssyni þegar lasleikinn væri liðinn hjá. í bréfinu var tilboð um að tilrauna- menn skyldu fá fyrirbæri sem meira væri varið í ef þeir vildu taka þeim kostum að hlýta fyrirmælum þeim, sem í bréfinu voru (Mbl. XXI, 291, 6. des.1934). Mun hér að líkindum vera tilefnið að stofnum Tilraunafélagsins svonefnda, sem átti eftir að vekja mikið umtal og deilur um land allt. Tilraunafélagið 1 Indriði Indriðason var fæddur að Hvoli í Dölum 12. október 1883. Engr- ar fræðslu naut hann annarrar en fermingarundirbúnings. í ársbyrjun 1905, ef ekki fyrr, er hann kominn til Reykjavíkur og leggur stund á prent- iðn í ísafoldarprentsmiðju. Lýsingará Indriða eru misjafnar, svo sem vænta má, eftir því hvort félagar hans eða andstæðingar eiga í hlut. Sú mynd, sem af honum fæst ef reynt er að lesa milli línanna er af vel greindum, lag- legum og ákaflega gáskafullum ung- um manni, en þó sérdeilis skapstór- um. Nefnir Einar Hjörleifsson sem dæmi, að þegar Indriði var 22ja ára hafði hann lent í 11 málaferlum, og fanst sjálfum ekkert eðlilegra, Þar sem svo oft hefði verið gert á hluta sinn (E. H. K.:Eitt veit ég). Geta má nærri hversu manni með slíka skap- gerð hafi líkað hinar persónulegu sví- virðingar sem hann sætti af andstæð- ingum sínum. Skopskyn hafði hann gott, gáfulegt orðalag og næman skilning á mönnum og rnálefnum- Hann hafði góða söngrödd og frá' bæra eftirhermuhæfileika. Rað sem fyrst og fremst háði Indriða var mikill veikleiki fyrir áfengi, sem honum tókst aldrei að vinna bug á til ful|s þrátt fyrir mikla viðleitni hans sjálfs og annarra, en flestir framámenn Til' raunafélagsins voru mjög skeleggir i bindindishreyfingunni. Þessi ástríða Indriða gaf andstæðingum hans mörg tækifæri til rætinna athuga' semda. Þá má vera, að Indriði hafi átt við fleiri veikleika að stríða, því ,,Á-B- (Ágúst Bjarnason?) segir í greio 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.