Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 50
Einstæður merkismaður hefur
kvatt. sterklegra verka hans sér víða
stað á þeim reit er hann helgaði krafta
sína. Veit ég, að sóknarbörnin sakna
hans sárt. Og svo er um fleiri. Séra
Stefán var góð gjöf Guðs þeim til
handa, sem fengu að njóta samvista
við hann.
Gunnar Björnsson.
Ég var einu sinni á ferð, til þess meðal annars, að tala um trúmálin við börnin á
ýmsum heimilum. Mörg þeirra yngstu lásu fyrir mig eitthvað af versunum
sínum. Ýms af þeim versum, sem ég heyrði þá hef ég kunnað og elskað og lesið
oft sjálfur síðan ég var barn og lærði þau fyrst af vörum ástvina minna. Stundum
heyri ég afturámóti vers, sem ég kann ekki. Svovarþað íþettasinn. Barn áeinu
heimilinu las fyrir mig vers, sem ég kannaðist ekki við. Það getur vel verið að
einhver yðar kunni það. Það er þetta litla vers:
„Heimsins þegar hjaðnar rós
og hjartað klökknar,
Jesús! gef mér eilíft Ijós,
sem aldrei slökknar."
Þetta litla erindi hefur ekki mikið skáldlegt gildi. En hugsunin í því snart mig
samt. Það er svo heilbrigð trúarhugsun." Þetta verða nálega alir þeir að reyna,
sem komast á efri árin, að rósir lífsins, sem svo eru nefndar, hjaðna, fölna -
hvort heldur það er rós æskunnar, gleðinnar, heilbrigðarinnar, eða ástvinasam-
búðarinnar. Og það fer líka flestum svo, ,,að hjartað klökknar." Gleðiljósin, sem
virtust svo mörg og skær íæskunni og margur hélt, að mundu endast sérvel og
lengi, þau depruðustfyren varði; en rökkurýmissa lífsraunaog vonbrigða kom
að manninum. Hann sannfærðist þá um það, hve ónógur hann var sjálfum sér.
Við það vaknaði ömurleikinn, raunahugurinn. Hann þekkti nú af eigin reynslu
þann sannleika, að „heimsins þegar hjaðnar rós,“ þá fer það oft svo, að
„hjartað klökknar." Höfundur þessa litla erindis var ekki í vafa um, hvað hann
átti að gera, hvert hann átti að snúa sér, þegar svona var komið. Hann þekkti
aðeins einn vin, sem hann treysti til að hjálpa sér til að lifa rósömu lífi, þó að
rósir lífsins fölnuðu! til hans leitar hann, til hans kallar hann öruggur: „Jesús!
gef mér eilíft Ijós, sem aldrei slökknar!" Slíkt Ijós getur enginn gefið nema Jesús.
Úr bókinni „Hundrað hugvekjur til kvöldlestra eftir íslenzka kennimenn.“
208