Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 59
leysi og efahyggju, samfara ýmsum
vakningarhreyfingum sem borizt
höfðu til landsins kringum aldamót-
'h. Við slíkar aðstæður eiga alls kyns
hreyfingar auðveldar með að grípa
uni sig.
I öðru lagi voru forvígismenn spírit-
'smans hérlendis slík stórmenni, og
með svo sterk málgögn að baki sér,
aö við liggur að það sé undrunarefni
að hópur andatrúarmanna varð ekki
enn stærri í upphafi en raun varð á .
^ar hefur eflaust ráðið úrslitum af-
staða pólitískra andstæðinga anda-
trúarmanna.
I þriðja lagi ber að athuga hugarfar
Þjóðarinnar gagnvart andlegum, eða
°Hu heldur yfirnáttúrulegum, efnum.
^kyggnir menn, draumspakir og for-
sjáendur, draugar, bolar, skottur og
^nórar, uppvaktir eða heimalagaðir,
höfðu lifað með þjóðinni ásamt álf-
Urn, huldufólki, dvergum eða öðrum
v®ttum í einni guðdómlegri harm-
ðníu allt frá Fróðárundrum. Hjátrúin
'slenzka hafði staðið af sér þrjú mis-
niunandi trúarbragðaskeið og lifði
enn góðu lífi í byrjun 20. aldar, þrátt
tyir vissa efahyggju sem bærði á sér
nieðal yngri menntamanna. Þarna
Var hún lifandi komin, að vísu í öðrum
°9 vísindalegri búningi, en engu að
S'ður gamall kunningi. Sá var þó
n^pstur munur á hinu nýja formi og
Því gamla, að með því að nýta hæfi-
e'ka vissra manna, var hægt að kom-
apt í samband við þá framliðnu á
V'ssum stað og stund, og mátti það
e|jast mikill kostur að vera ekki al-
SJörlega háður duttlungum þeirra
ninum megin.
^e9ar þessir þættir leggjast saman
og fléttast hver inn í annan verður að
segjast að vaxtarskilyrði spíritismans
voru með ólíkindum hagstæð á ís-
landi.
2
Forvígismenn spíritismanns hér á
landi teljast þeir Einar H. Kvaran
skáld og ritstjóri og sr. Haraldur
Níelsson. Enginn vafi leikur þó á því
að ýmsir íslendingar höfðu kynnzt
fyrirbærinu ytra löngu fyrir aldamót,
og eru þar til nefndir Ólafur Gunn-
laugsson (dóttur sonur Benedikts
Gröndal háyfirdómara. J. A.: Agr.
sög. sálarr.), en hann varð fyrstur ís-
lendinga til að taka kaþólska trú eftir
siðaskipti, og Einar Ásmundsson í
Nesi (Sveinn Skorri Höskulssson,
munnl. upplýs.). Einar var, sem kunn-
ugt er, hlyntur kaþólskum sið, og það
var fyrir hans tilstilli að Gunnarsonur
hans og Jón Sveinsson (Nonni) fóru
utan á vegum Jesúíta. En hvað sem
því líður er það óumdeilanlega Einar
Hjörleifsson sem er brautryðjandi
hinnar nýju stefnu hérlendis.
Einar G. Hjörleifsson, seinna Kvar-
an, var fæddur að Vallanesi í S-Múla-
sýslu 6. desember 1859, sonur sr.
Hjörleifs Einarssonar. Að loknu
stúdentsprófi (1. stig, 89 einingar) ár-
ið 1881 siglir hann til framhaldsnáms
í Hafnarháskóla. Þar varð hann fyrir
sterkum áhrifum frá Brandesarstefn-
unni og fyllist efahyggju. Árið 1885
flytur hann próflaus ásamt konu sinni
til Vesturheims og á þar í miklum erf-
iðleikum fyrstu árin. Hann fékk stop-
ula vinnu og missti einkason sinn, og
konu sína litlu síðar af barnsförum.
Hann stofnar ásamt nokkrum íslend-
217