Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 43
y^ir íbúa nærliggjandi sveita, bæði
'ðustu ár og þau ár sem skólinn var
rekinn sem húsmæðraskóli. Sérstakt
SUrT|arstarf hófst árið 1973. Var það
SurT|ardvöl fyrir hópa eldri borgara,
S®m dvöldu þar um hálfsmánaðar-
v eið hverhópur. Kom þettafólkvíðs
egar að af landinu, en þó aðallega
ra ^eykjavík og Akureyri og fyrsta
umarið kom hópur frá Vestmanna-
eyjum.
" Telur þú að líkur séu á því að
®gt verði að taka upp hússtjórnar-
e.m hér við skólann, eftir því nýja
ljó'sPulagi sem nú er að sjá dagsins
u " Ég efa að það snið sem eráfjöl-
autarnámi í hússtjórnarfræðum
henti stað eins og Löngumýri, en þó
kann það að vera að möguleikar komi
í Ijós þegar þetta nám hefur náð að
mótast betur.
- Væri hugsanlegt að bæta við
fleiri námsbrautum og auka þannig
breiddina í starfi skólans?
— Það húsnæði sem er á staðnum
er ætlað 20 nemendum og húsrými
fyrir starfsfólk er af mjög skornum
skammti. Ef aukin skólastarfsemi
ætti að vera á staðnum þyrfti að auka
mjög húsakost bæði fyrir kennara og
nemendur. Tel ég því að ýmis önnur
starfsemi hentaði betur, starfsemi
sem krefðist ekki eins mikils til-
kostnaðar og aukin skólastarfsemi
gerir. Jil dæmis hefur sumardvalar-
starfsemi fyrir eldri borgara gengið
mjög vel, en þar er aðeins um 3ja
mánaða nýtingu á ári að ræða.
- Telurþú Margrét, að hægtséað
lengja þettatímabil?
- Já ég tel að hægt sé að lengja
þetta tímabil bæði að vori og hausti. Á
Norðurlöndum er rekin starfsemi í
lýðháskólaformi fyrir aldraða, sem
miðar að því að hjálpa þeim til að líta
á sig sem nýta þegna í samfélaginu,
með því að veita þeim fræðslu og
þjálfun til huglægra og verklegra
starfa, svo fremi að heilsa og aðstæð-
ur leyfa.
- Er hér um einhverskonar end-
urhæfingu að ræða?
- Það má e. t. v. líta á þetta sem
endurhæfingu. Þetta fólk hefur, fæst
af því haft mörg tækifæri til skóla-
göngu, en unnið hörðum höndum allt
til þess tíma er það kemst á eftirlaun.
Það hefur átt fáar tómstundir um æv-
ina og kann því ekki að bregðast við
201