Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 58
svefni þar til lúðurinn gellur á efsta
degi, og hlaut því að vera um aðrar
andaverur að ræða.
Frá sjónarmiði kirkjunnar voru
skoðanir einnig mjög skiptar. Sumir
álitu það hina mestu blessun sem
hent gæti kristna trú, sem átti í vök að
verjast í spilltum og vantrúuðum
heimi, ef spíritisminn sannaði fram-
haldslíf eftir líkamsdauðann og þar
með sjálfa grundvallarsetningu
kirkjunnar, upprisu Krists. Þá myndi
spíritisminn að auki brúa bilið milli
gömlu og nýju guðfræðinnar, þegar
skýra mætti út ýmsar kynjasögur úr
ritningunni frá nýju sjónarhorni. En
nýja guðfræðin var stefna, sem þró-
azt hafði frá biblíugagnrýninni á síð-
ari hluta 19. aldar og var undir áhrif-
um af hinni öru framþróun vísind-
anna, ekki sízt þróunarkenningu
Darwins. Nýguðfræðingar héldu því
fram að túlka mætti ýmislegt í biblí-
unni á nýjan og vísindalegan hátt,
jafnvel afneita sumu í krafti nýrra
uppgötvana. Aðrir bentu þó á, að ekki
sannaði það heilagleika Krists ef
hvertsmámennið léki eftir upprisuna.
Enn var bent á, að í ritningunni er
mönnum bannað að hafa fréttir af
framliðnum; sömuleiðis að spíritistar
viðurkenna ekki friðþægingardauða
Krists. Þó munu sterkustu rökin trú-
arlegs eðlis þau, að ef farið er að
byggja trúna á grundvelli röklegra
sannanna, er hún ekki lengur trú,
heldur vísindi. Hér væri því farið gjör-
samlega öfugt að hlutunum — hrein
trú sem ekki spyr sannana sé afstaða
hins sannkristna manns.
Um þessi efni er ennþá deilt, a. m.
k. innan íslenzku kirkjunnar, og verð-
216
ur ekki farið lengra út í þá sálma.
Setning Arthurs Conan Doyle, eins á-
hrifamesta útbreiðanda spíritismans,
sýnir vel afstöðu andatrúarmanna
sjálfra: „Spíritisminn er trúarbrögð
fyrir þá sem' finnst þeir standa fyrir
utan öll trúarbrögð, þarsem hann aft-
ur á móti styrkir stórlega trú þeirra
sem þegar eiga trúarbrögð fyrir“.
Spíritisminn berst til íslands
1
Spíritisminn sem hreyfing náði furðu
seint til íslands, ekki fyrr en eftir
aldamótin 1900, og var því orðinn
hálfrar aldar gamall. En það sem
meiri undrun vekur að órannsökuðu
máli er hversu fljótt hann greip um
sig, og þá helzt meðal fyrirfólksins.
og hve almennur áhugi manna á
þessum efnum erenn þann dag í dag.
þar sem víðast hvar erlendis er ein-
göngu um einangraða rannsóknar-
hópa að ræða, en allur þorri fólks
rekur upp stór augu eða skellihlátur
ef einhver staðhæfir að hann trúi á
miðla. Það er hætt við að uppi
fótur og fit ef aðalútavarpsstöðvar i
Evrópu eða N-Ameríku auglýstu
skyggnilýsingar rétt eins og stór-
bingó, og gætu auk þess fært þ&r
fréttir að færri hefðu komist að en
vildu. Við nánari athugun koma þó 1
Ijós nokkrir meginþættir, sem hver
um sig stuðla aö þróun mála hér-
lendis:
í fyrsta lagi má segja að ríkjandi
andrúmsloft í trúmálum hafi verið
furðulegur samsetningur af áhuga'