Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 52

Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 52
blaðamanna, sem ráða almennri um ræðu í fjölmiðlum, er nákvæmlega hin sama. En bæði stjónmálamenn og fréttamenn mega gjarna vita og íhuga, að til er á íslandi fólk, sem setur annað ofar stjórnmálum og efnahag. Þeir mega gjarna vita og í- huga, að ófáir prestar og þó nokkrir aðrir kirkjumenn urðu að ráðgast all mjög við samvizku sína um, hvernig verja skyldi atkvæðinu við síðustu kosningar. Frjálslyndi — eða fávizkunnar ástand Þær fregnir bárust frá Kennara- háskóla íslands í vor, sem leið, að rösklega fimmtíu nemendur af lið- lega sextíu, sem þar áttu að þreyta lokapróf í kristnum fræðum, hefðu skilað auðu. Hinir skiluðu, en að vísu aðeins fjórir athugasemdalaust. Margir munu hafa spurt, hvað þar væri á seyði. Aðrir þykjast ekki þurfa að spyrja, heldur yppta öxlum og segja: „Þess var mér þaðan von.“ En þá fyrst verður saga þessi skringileg og þó næsta óskemmtileg, erfarið er að inna eftir skýring þessa tiltækis. Því ersem sé þannig háttað, að því, er sæmilega góðir heimildarmenn herma, að það var ekkert trúleysi, sem olli. Miklu fremureru nemendur þeir, sem hlut eiga að máli, trúaðir á sína guði, svo trúaðir að þeir geta ekki fellt sig við það, sem talið hefur verið kristinn dómur fram að þessu. Þeir vilja halda sínum trúarbrögðum og þá vísast einnig kenna þau. Línur þessar eru ekki ritaðar til þess að spotta það unga fólk í Kenn- 210 araháskólanum né gera það að skot- spæni. Ekki er sökin öll þess, því að hvert ætti svo sem barninu að bregða? Það er vorkunnarmál, þótt unglingar ruglist í ríminu, þegar blaðakóngar og fullharðnaðir póli- tíkusar verða gersamlega ráðvilltir og gjaldþrota í myrkviði fjölhyggjunnar, fjöllyndisins og vinsældasnapanna. Ur þeim skógi eiga fáir afturkvaemt, en flestir koma í þann stað, þar sem allt veltur á að hafa gómsætasta og helzt ódýrasta sætabrauðið að bjóða og þá einnig kristindómsvínarbrauð, sem hver og einn geti kosið sér með sínum glasúr eða möndlusykri eftir vild. Og skyldu ekki einhverjir fleiri vera sekir en blaðamenn og stjórn- málamenn? Er ekki pískrað um það, jafnvel hlegið að því upphátt sums staðar, að prestar keppist um ferm- ingarbörnin með undirboðum, ekki i krónum, heldur í fræðslunni? Heyrist ekki, að börnin viti fullvel, hvert sé bezt að fara, hvar sé minnst að læra og auðveldast að vera? Á síðustu prestastefnu talaði bis- kup nokkur alvöruorð um kristna fræðslu í eyru presta. Þau voru án efa í tíma töluð. Það, sem til var sáð, verð- ur upp skorið. Og vér prestar erum kallaðir sáðmenn. Ekki þarf blöðum um að fletta, að vér berum þyngsta ábyrgð, ef eitthvað hefur farið úrskeiðis í kristinni fræðslu. Hvað erum vér annars að skera upp? , Það meðal annars, sem til var sáð i nafni „frjálslyndrar" guðfræði um aldamót og fram eftir þessari öld, án efa oft í góðri trú og af einlægni, en stundum af fáfræði jafnframt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.