Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 54

Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 54
um með ýmsu móti. Þar er t. d. auð- velt að grafa undan ríkjandi siðferðis- mati, kollvarpa hugmyndum um rétt og rangt, gera það að ólögum, sem er lög, gera fordómalaust fólk að kyn- þáttahöturum, t. d. Gyðingahöturum, breyta heilum þjóðum í nasista eða eitthvað viðlíka. Og þar er unnt að halda heilum þjóðum í þeirri trú, að hið eina, sem skipti máli að vita og kunna, varði allt stjórnmál, félagsmál eða efnahag. Þar er unnt að gera trú- arbrögð og guðsdýrkun að feimnis- máli, jafnvel sjúkdómi eða glæp. Skal slíta sundur lögin og friðinn? Átrúnaður er ekki minna verður þátt- ur í mannlegu lífi en efnahagur eða annað það, sem hérá landi erað jafn- aði barizt um í pólitískum kosning- um. Hins vegar hefur ríkisskólum hér á landi sem víðar verið misbeitt um langt skeið, til þess að gera kristin fræði tortryggileg, jafnvel brosleg, auðvirðileg og úrelt. Smáir, en mjög einbeittir hópar pólitískra hugsjóna- manna og ofstækismanna, sem telja kristna trú einn helzta þröskuld í vegi sínum, hafa neytt færis og m. a. fylgt fast í sporaldamótaguðfræðinganna, þeirra nytsömu sakleysingja, og hert dyggilega á efagirninni og tortryggn- inni, sem þeir höfðu vakið. Engu að síður, er mestur hluti þeirrar þjóðar, sem stendur að hinu íslenzka ríki, enn talinn kristinn og hefur með sér trúfélag, er nefnist ís- lenzk þjóðkirkja. Þar er engin nauð- ung að baki, né heldur neinir ytri hagsmunir í húfi, heldurer hér um að ræða gamlan arf, sem fáir hafa viljað frá sér kasta fram að þessu. Það er 212 sem sé sama fólkið, sama þjóð að mestu, sem stendur að þessum tveim félögum, íslenzku ríki og íslenzkri þjóðkirkju. Er þá ekki Ijóst, að þessi tvö félög eru hvort öðru býsna skyld. Að miklu leyti er saga þeirra hin sama, og þrennt er það, sem veldur því, að vér erum íslendingar: sagan, tungan og trúin. Afneitum vér ein- hverju af þessu, brestur í megin- stoðum hvors tveggja, kirkju og ríkis. Kirkjan getur ekki afneitað ríkinu, því að þá væri hún að afneita þegnum sínum. Og ríkið getur ekki afneitað kirkjunni af sömu ástæðu. Feður ís- lenzks ríkis, - og raunareinnig feður íslenzkrar kirkju, - komust forðum að þeirri niðurstöðu, að bezt væri, að þjóðin hefði einn átrúnað, því að ella yrðu lögin í sundur slitin og síðan friðurinn, - þjóðareiningin. Er ekki komið að oss, sem nú erum á dögum, að gera upp hug vorn í sama efni? Er ekki komið að umboðsmönnum ís- lenzka ríkisins, íslenzkra þjóðkirkju- þegna, í skólum landsins að gera upp hug sinn til kristinna fræða, gera sér grein þess, hverjum þeir skuli þjóna og með hverjum hætti? Ella kynni sá dagur að koma fyrr en varir að slíta þyrfti sundur ríkið og kirkjuna, kirkjuna og skólann, síðan lögin og þar með friðinn? Hjátrúin og kristinn dómur íslendinga Einhver kynni nú að segja, að ekki væri allur kristinn dómur eins, né heldur allir kristnir menn einhuga. Satterþað um of. Hérvaráðurvikið að því, að flest þætti nú sæmandi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.