Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.09.1978, Blaðsíða 56
HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR: w w UPPHAF SPIRITISMA AISLANDI Ágrip af sögu spíritismans 1 Upphafsmann nútíma andatrúar má fyrst og fremst telja Svíann Emmanú- el Swedenborg (1688-1772). Hann átti frá ungum aldri til dauðadags sí- fellt í samtölum við anda, þ.á.m. Lút- her og Melanchton, og fræddist um margt. Áleit hann sig vera verkfæri guðs. Samkvæmt kenningum Swed- enborgs eru allir andar, góðir sem ill- ir, framliðnir menn. En hann var mót- fallinn því að hver og einn fengist við þessa hluti, því að margir andanna væru hættulegir og menn ekki al- mennt nógu þroskaðir andlega. Eftir dauðann eru framliðnir fyrst í milli- bilsástandi, enn með hugann við jörðina og geta komizt í samband við lifandi fólk gegnum manneskjur, sem gæddar eru sérstökum hæfileikum. En vilji menn tala við andana verður „andafar" þeirra að vera með sér- stökum hætti. Má sjá af lýsingu Swedenborgs að sá háttur er hið sama og leiðsla (trance) (B. J.: Anda- trú og dularöfl). Eftir daga Sweden- borgs skiptust áhangendur hans að- allega í tvennt. Annar hópurinn trúði því að dularfull fyrirbæri væru af völdum anda, þ.e. hreinir andatrúar- 214 menn, en hinn áleit þorra fyrirbrigð- anna ósvikinn, en leitaðist við að rannsaka þau og skýra á vísindalegan hátt. Nokkrir miðlar, fyrst og fremst Andrew Jackson Davies, sem margir telja föður nútíma spíritisma, spanna tímabilið milli Swedenborgs og at- burðanna í Hydesville, en andatrúar- menn vorra daga telja þennan banda- ríska smábæ vera vöggu spíritism- ans, og fæðingarstundina kvöldið 31 • marz 1848.Þá tóku högg og önnur kynjahljóð að heyrast í húsi nokkru þar í bæ, í herbergjum tveggja dætra húsráðanda, 14 og 11 ára, en þaer urðu síðar heimsfrægir miðlar, Fox- systurnar. Kom í Ijós að hið ó- þekkta afl gat svarað spurningum með höggum og reyndist vera andi framliðins manns sem sagðist hafa verið myrtur og dysjaður í hús- inu fimm árum áður. Fundust leifar af mannslíki, er leitað var eftir forsögn andans. Högg, barsmíðar og andar fylgdu systrunum hvert sem þærfóru. og tóku hæfileikar þeirra nú ör- um framförum. Var þeim tjáð, þessi fyrirbæri væru engan veg- in tengd þeim einum, og mundu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.