Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 56

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 56
HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR: w w UPPHAF SPIRITISMA AISLANDI Ágrip af sögu spíritismans 1 Upphafsmann nútíma andatrúar má fyrst og fremst telja Svíann Emmanú- el Swedenborg (1688-1772). Hann átti frá ungum aldri til dauðadags sí- fellt í samtölum við anda, þ.á.m. Lút- her og Melanchton, og fræddist um margt. Áleit hann sig vera verkfæri guðs. Samkvæmt kenningum Swed- enborgs eru allir andar, góðir sem ill- ir, framliðnir menn. En hann var mót- fallinn því að hver og einn fengist við þessa hluti, því að margir andanna væru hættulegir og menn ekki al- mennt nógu þroskaðir andlega. Eftir dauðann eru framliðnir fyrst í milli- bilsástandi, enn með hugann við jörðina og geta komizt í samband við lifandi fólk gegnum manneskjur, sem gæddar eru sérstökum hæfileikum. En vilji menn tala við andana verður „andafar" þeirra að vera með sér- stökum hætti. Má sjá af lýsingu Swedenborgs að sá háttur er hið sama og leiðsla (trance) (B. J.: Anda- trú og dularöfl). Eftir daga Sweden- borgs skiptust áhangendur hans að- allega í tvennt. Annar hópurinn trúði því að dularfull fyrirbæri væru af völdum anda, þ.e. hreinir andatrúar- 214 menn, en hinn áleit þorra fyrirbrigð- anna ósvikinn, en leitaðist við að rannsaka þau og skýra á vísindalegan hátt. Nokkrir miðlar, fyrst og fremst Andrew Jackson Davies, sem margir telja föður nútíma spíritisma, spanna tímabilið milli Swedenborgs og at- burðanna í Hydesville, en andatrúar- menn vorra daga telja þennan banda- ríska smábæ vera vöggu spíritism- ans, og fæðingarstundina kvöldið 31 • marz 1848.Þá tóku högg og önnur kynjahljóð að heyrast í húsi nokkru þar í bæ, í herbergjum tveggja dætra húsráðanda, 14 og 11 ára, en þaer urðu síðar heimsfrægir miðlar, Fox- systurnar. Kom í Ijós að hið ó- þekkta afl gat svarað spurningum með höggum og reyndist vera andi framliðins manns sem sagðist hafa verið myrtur og dysjaður í hús- inu fimm árum áður. Fundust leifar af mannslíki, er leitað var eftir forsögn andans. Högg, barsmíðar og andar fylgdu systrunum hvert sem þærfóru. og tóku hæfileikar þeirra nú ör- um framförum. Var þeim tjáð, þessi fyrirbæri væru engan veg- in tengd þeim einum, og mundu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.