Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 24
ars vegar hinn góði hirðir, hins vegar sáðmaðurinn. Draumur frá Keisbakka En ég held ég skjótist aðeins vestur á Skógarströnd til þess að sækja botn í þetta spjall, sem annars gæti orðið endalaust. Sr. Árni Þórarinsson sagði mér sem öðrum margt af undramönn- um og vitranamönnum snæfellskum og taldi Skógstrendinga engum síðri um gáfuraf slíku tagi. Ég er ekki eins glöggur á þess háttar yfirburði og hann, enda varð ég ekki annars var í fari Skógstrendinga en venjulegra mannkosta. En ég má til að heiðra minningu séra Árna með því að geta um einn draum, því heldur sem annar var kominn áður, sem ég hef aldrei neinum sagt. Og þennan hafa fáir heyrt. Þegar ég kom að Keisbakka í fyrstu húsvitjunarferð minni á Skógarströnd var húsfreyjan þar, Þórunn Magnús- dóttir, lasin, lá í rúminu. Mér varð skrafdrjúgt við hana. Hún var gáfuð kona, fróð og minnug, gagnmerk í tali, trúuð vel. Ég gisti á þessum góða bæ. Um morguninn, þegar ég sat við rúm- stokkinn hjá Þórunni, sagði hún: „Jæja, þú verður nú síðasti presturinn minn á Breiðabólstað." Ég spurði, hvernig hún gæti sagt það. „Jú, ég veit það, þeir verða ekki fleiri prestarnir mínir á Breiðabólstað.“ Þórunn var fædd 1878, mundi marga presta, hélt upp á þá alla, sagði mér margt af sumum þeirra, mest af séra Lárusi Halldórssyni, sem lengst þjónaði kallinu og hafði mikil og holl trúarleg áhrif. 262 Nú sagði hún mér, að þegar hún var unglingsstúlka dreymdi hana einu sinni, að hún væri stödd á Breiða- bólstað. Hún stóð fyrir utan kirkjuna, messa átti að fara að hefjast, þótti henni, og margt fólk komið til kirkju. Hún horfði suðurtil bæjardyra, bjóst við að presturinn kæmi út þá og þeg- ar. Og dyrnar opnast og út kemur prestur í hempu, síðan annar á hæla honum og þá einn af öðrum, víst sex eða sjö í röð. Henni varð hverft við í draumnum, átti ekki von á slíkri fylk- ingu presta. Hún starði undrandi á þá, þar sem þeir komu í röð norður kirkjustíginn og gengu fast hjá henni inn í kirkjuna. Draumurinn var ekki lengri. Bn þessi mynd festist í huga hennar. Ein- stök andlit voru misjafnlega skýr, sagði hún, og sérkenni í fasi, en hún kannaðist við þá, þegar þeir komu hver af öðrum, hún nefndi sérstak- lega sr. Jón N. Jóhannessen, herða- breiðan, kvikan í fasi, og sr. Berg Björnsson, háan, grannvaxinn og á- berandi fríðan. ,,Þú gekkst síðastur/ sagði hún. Og horfði á mig hljóð um stund. Ég sagði eitthvað á þá leið, að eng- inn vissi hver annan lifði, - rnér fannst það búa í orðum hennar, að hún teldi sig eiga skammt eftir. En hún lifði í mörg ár eftir þetta. Hitt reyndist rétt, að ég varð síðasti prest- urinn hennar á Breiðabólstað, Þvl næsta sumar andaðist Jón Loftsson, maður hennar, og hún brá búi voriö eftirog fluttist brott. , , Það liðu mörg ár. Þórunn var hér1 Reykjavík. Fundum okkar fækkaðj. en nokkurtsamband varþóalltaf mi 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.