Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 38
arflokkurinn. Aðalmálgögn stjórnar- manna voru Reykjavík undir stjórn Jóns Ólafssonar alþingismanns, Þjóðólfur, sem Hannes Þorsteinsson alþingismaður ritstýrði, og Lögrétta, sem hóf göngu sína í ársbyrjun 1906, en ritstjóri hennar var Þorsteinn Gíslason. Ein frægasta innanlands- deila tímabilsins er ritsímamálið, en um það bil sem tilraunir spíritista fara að vekja athygli almennings er rit- símamálið að ná hámarki sínu og blöðin bókstaflega glóandi af mál- efnalegri æsingu með eða móti sæ- símastreng, ásamt persónulegum athugasemdum um andstæðingana. Einnig er annað mál mjög á oddi um þessar mundir, en það eru sífelldar erjur og málaferli Lárusar H. Bjarna- sonar sýslumanns og stjórnarand- stæðinga. Því er ekki að furða þótt stjórnarsinnar gripu tveim höndum hið einstæða tækifæri til að klekkja á pólitískum andstæðingum sínum, hæða þá á sem neyðarlegastan hátt fyrir barnaskap og fáfræði, eða brigzla þeim um vísvitandi svik og jafnvel fjárgróðastarfsemi. Öruggt má teijast að ofsóknir for- ystublaða heimastjórnarmanna á hendur spíritistum hafi ekki verið af trúarlegum toga spunnar, því rit- stjórarnir munu allir hafa talizt frjáls- lyndir í þeim efnum. Þá voru umræð- urekki eingöngu bundnarvið blöðin, heldur voru og haldnir fundir með og á móti. T. d. var Ágúst H. Bjarnason. bróðir Lárusar, skeleggur á móti andatrú, hélt fyrirlestra og gaf út ritl- inga um efnið, mjög svo skýra og að- gengilega. Þá gaf Bjarni frá Vogi út bækling móti andatrú, sem hann 276 kallar ,,asylum ignorantiae“, þótt stjórnarandstæðingur væri, en hann var í Landvarnarflokknum. Hér fer á eftir ágrip úr blaðaskrifum árin 1905 og 1906, en þá risu deilurn- ar hæst, þótt málið væri iðulega á döfinni næstu árin á eftir. En eins og vænta mátti svöruðu forvígismenn Tilraunafélagsins fyrir sig, og drógu ekki af sér. 2 Líklega er það ísafold (XXXII,16, 1- apríl 1905) sem fyrst pólitískra mál- gagna birtir grein um spíritismann eftir að tilraunirnar eru hafnar. Grein- in er í senn kynning á, og vörn fyrir, spíritisma, því að Björn segir að ó- kunnugleiki um málefnið valdi mis- skilningnum og slúðrinu um þessi efni. Samanruglingur á fyrirburðun- um sjálfum og orsökum þeirra valdi því að menn grauti þessu saman við draugatrú og særingar. Sagt er fra fyrirbrigðum og miðlum, og í grein- inni kemursú afstaða Björnsfram, að spíritismi eigi ekkert skylt við trúmáj. heldur sé hann vísindaleg aðferð til sönnunar á framhaldslífi, enda séu fyrirbærin jafnsönn og flóð o g fjara. 4. apríl flytur Reykjavík (VI,1 8, 1905) þá frétt að frú ein í bænum hafi stofnað andatrúarsöfnuð ásamt Eim ari og Birni. Einnig er sagt frá því 1 sama blaði, að æðsti maður aðvent- ista, Davíð Östlund, sé mjög æstur út af máli þessu og telji það „plötu- púka“ og „drísildjöfla" sem tilrauna- menn nái sambandi við. Þjóðólfur (LVII, 15) segir frá því 7- apríl að stofnað hafi verið nýtt félag 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.