Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 20
það hafði verið stofnað 1940. Það var erfið ákvörðun margra hluta vegna, m. a. treysti ég mér illa til að færast svo mikið í fang, svo ungur sem ég var og reynslulítill miðað við fjölþætt og kröfufrekt prestsstarf. Ég hafði líka verið með áform um að iðka mig meira í vísindum, eins og ég vék að áðan. En nú var stríðið komið og þau áform orð- in að engu í bili. Ég sótti hálfum huga og hangandi hendi, kom ekki að vest- an fyrr en kosningahríðin var komin í algleyming og hafði mig lítið í frammi sjálfur. En aðrir unnu, það er víst. Ég var kominn heim, vestur, þegar talið var, fylgdist með talningunni í útvarpi. Úrslitin komu mér á óvart. Teningum var kastað. Nú væri mikla sögu að segja, ef tóm væri til. Hall- grímssöfnuði var mikið falið, þegar hann var heitinn eftir Hallgrími og gert að standa fyrir smíði minningarkirkju, þjóðarhelgidóms. Við horfðumst í augu við þetta með bjartsýni barnsins og þoldum vel snuprur og aðkast. Við sr. Jakob komum vel skapi saman. Vafalaust var það meira að þakka hans skapferli en mínu. En báðir vildum við vera bræður í starfi, gerðum okkur fulla grein fyrir ólíkum viðhorfum, vildum vera hreinskilnir og undir- hyggjulausir og styðja hvor sitt hjól undir sama vagninum en ekki togast á né akneytast um spælana. Kannski var aðstaða mín nokkru sterkari en hans, því hávaði varð út af skipun hans í embættið. Hvað um það: Aldrei féll skuggi á í samstarfi okkar. Já, það „dundu yfir stormar og hret- viðrin hörð“, þegar farið var að undir- búa kirkjubygginguna. Þú nefnir eitt af mörgu. Við höfðum útiguðsþjón- 258 ustu áSkólavörðuhæð20. ágúst1944 til þess að minnast þess, að þrjú hundruð ár voru liðin frá því að sr. Hallgrímur var vígðurtil prests. Mikið fjölmenni kom þar saman. Ræða mín birtist í blaði og Dungal reiddist, þegar hann las hana og skrifaði grimma grein. Það var þrumuskot, en hvarf í skýin án þess að valda neinu. Ég stóð ekki einn þá. Margir studdu mig opinberlega, en enginn hann að ég held. En andstaðan gegn Hallgríms- kirkju var langvinn, seig og harð- skeytt á köflum. Kirkjan hefur samt unnið á, hægt og bítandi og verður ekki kveðin niðurúrþessu. Ekki gerði ég ráð fyriröðru en að ég myndi þjóna Hallgrímssókn meðan aldur og heilsa entust. Mér 'þótti það og góður kostur. Prestsstarfið veitti mér mikla fullnægju, þrátt fyrir erfiða aðstöðu, þar sem engin var kirkjan, og samkomusalurinn í Austurbæjar- skólanum, kvikmyndasalur, þessi ár útbúinn sem loftvarnabyrgi, allir gluggar með hlerum og sandpokar upp með, var síður en svo aðlaðandi guðsþjónustustaður En hann var gjarnan þéttsetinn. Mörg andlit, sem ég hafði alltaf fyrir framan mig á ó- þægilegum bekkjum, eru greypt ' huga minn. Umburðarlyndi, tiltrú og vinátta safnaðarfólks var mér dýrmsat reynsla, sem ég bý að alla tíð. Það varði mig síst að ég færi að hreyfa mig úr þessum verkahring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.