Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 26
við drauma fyrir daglátum, sem boða, oft á einkennilegu táknmáli, hvers- dagslega hluti óorðna. Vitrir menn hafa á öllum tímum gefið draumum sínum gaum. Og voru margir draum- spakir. Um það er sjálf Biblían til vitnis. Það vakna margar spurningar, ef menn geta, í draumi eða með öðrum hætti, fengið hugboð eða vitneskju um framtíðina. Er allt ákveðið fyrir- fram? Sumir hafa dregið þá ályktun. Það er einföld niðurstaða, hreinar línur má segja. En kollvarpar því, að maðurinn sé frjáls og ábyrgur á- kvarðana sinna og gjörða. Slík ör- lagatrú er gagnstæð kristnum dómi. Kristin trú er ekki gefin fyrir „hreinar ljnur“ í úrskurðum um stóru gát- urnar, því vitund hennar um tilveruna rúmar stærri sýnir en svo. Þeir sem hafa, þótt ekki sé nema nasasjón af raunvísindum, vita það líka, að vís- indamenn á vissum sviðum geta ekki tjáð þau sannindi, sem þeir telja ör- ugg, án þess að tala í þverstæðum. Nóg um það, þótt meira mætti segja. En það þykist ég vita um þann Guð, sem ég trúi á, að í hans huga rúmast allt, liðið sem ókomið, og allt í sömu eilífu andrá. Hann veit á þessari stundu nákvæmlega allt, sem verða mun. En hann sér líka þá óendanlega mörgu möguleika, sem geta orðið eða hefðu getað orðið. Alla þá mögu- leika, sem vilji minn og vilji þinn hafa í skauti sínu, innan sinna marka. Hver stund og dagur, sem hann gefur, fær- ir með sér köllun, viljaákvarðanir, úr- slit. Og niðurstöðurnar fara eftir því, hvað ég vel hverju sinni. Guð tekur 264 ekki ákvarðanir fyrir mig. Hann þvingar ekki. Hann bendir og leiðir. En neyðir ekki. Og útkoma hverrar stundar og dags hlýtur að blasa við eilífum augum hans, þó að hún, frá þeirri hlið, sem að mér snýr, sé ekki ráðin. Ég tala sjálfsagt eins og óviti að áliti margra manna. Þeir sem betur kunna, muna betur gera. En svo ó- burðugur er ekki Guð alheimsins að hann komist fyrir í þeim möskva, sem mennskir maurar kalla rökvísi. Þekk- ing vor er í molum og spádómur vor í molum og börn hugsa og álykta eins og börn. Það vissi postulinn. Hann stóð í svimandi lotningu frammi fyrir því undri, sem heitir Guð: Hvílíkt djúp ríkidóms og speki og þekkingar! Ef það er svo, að draumar geti vísað til þess, sem ekki er orðið, þá verður það ekki skýrt með öðru en því, að eitthvert svið mannlegrar vitundar getur komist í snertingu við það vit- undarlíf, þá alvisku, sem sér hið ó- komna. Guð getur snert, bent, varað við, leiðbeint með því móti og öðru. En hins vegar talar hann með venjulegn hætti oftast nær: „Guðs orð fær sýnt og sannað, hvað sé þér leyft eða bann- að, það skal þitt leiðarljós." Mér Iig9ur ekki mest á því að vita fyrir eitt eður annað, sem framtíðin geymir. liggur reyndar ekkert á því. En ég Þa(1 að vita til Guðs míns á líðandi stundu- Þarf að láta hans Ijós og anda leiða o9 styrkja mig frá skrefi til skrefs. Biðja hann að taka hvert fótmál í sína umsja- Fela honum vegu mína og treysta Þvl’ að hann muni vel fyrir sjá. Þetta e kristin trú á forsjón Guðs. Og óun endist veginn á enda hér á jörð. héðan af heimi. í Kristi krafti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.