Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 70

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 70
aðra manna. Hin sameiginlega guðs- dýrkun kristinna manna í kirkjunum á helgum dögum er þá líka af mörgum álitin tómt form og þarflaus kredda; menn geti verið alt eins vel kristnir fyrir því, þótt þeir sjaldan eða aldrei ræki helgartíðir. En nú er það svo, að allir hlutir verða að hafa eitthvert form og engin mannleg athöfn má án þess vera, er vér svo köllum. Því formið er hin ytri lögun eða mynd hlutanna, búningur- inn, sem vér klæðum hugsanir vorar og athafnir í. Efnið verður ætíð að taka sér einhverja mynd; hugsanir vorar og athafnir mega eigi framar án búningsins vera en sálin án líkamans. Allir leggja kapp á að vanda mál sitt. Ekkert koma nútíðarinnar íslend- ingar sér eins vel saman um og það, hve áríðandi sé fyrir oss alla að rita vandað mál. En máliðerekkertannað en form, búningur hugsana vorra, skikkjan, sem andi vor varpar yfir sig, þegar hann kemur til dyranna. Form- ið er eftir því fegurra og fullkomnara, sem því tekst betur að láta hugsunina eða athöfnina ná rétti sínum, verða Ijósa og skiljanlega. Úr því að allir hlutir verða að hafa eitthvert form, hlýtur líka sú athöfn, sem er hátíðlegri og helgari en hver önnur, að hafa sérstakan og ákveð- inn búning. Guðsdýrkun mannanna er hin hátíðlegasta og alvarlegasta athöfn, sem unt er að hugsa sér. Frá alda öðli hafa menn því leitast við að gefa henni eins sannan, fagran og göfugan búning og þeim frekast hef- ur verið unt. Frá alda öðli hefur kirkjan viðurkennt, að sjálft guðs- dýrkunarformið hefur stórmikla þýð- 308 ingu fyrir guðsdýrkun kristinna manna. íslenzka kirkjan átti eitt sinn miklu fegra og fullkomnara form fyrir guðs- þjónustu sinni en það, er hún nú hef- ur. Það er grallarasöngurinn gamli. En íslenzka kirkjan gáði þess ekki að láta hann fylgja tímanum; málið breyttist og batnaði. En málið var látið óbreytt á þessari helztu guðræknisbók íslenzkr- ar alþýðu, grallaranum. Svo varð hún smám saman leið á henni og hélt, að alt í henni væri orðið úrelt og á eftir tímanum. En það var misskilningur. Kjarninn var eins góður og göfugur, hve margar aldir sem liðu. Ef málið o9 skáldskapurinn hefði hvorttveggj3 verið fágað og fullkomnað eftirsmekk og þekking hverrar kynslóðar, hefð1 alt farið vel. íslenzka kirkjan hefði þá enn í dag átt meira af því guðsþjón- ustuformi, sem fegurst er og göfugast í kristninni. Það, sem hún á nú eftir, er einungis beinagrindin. En þótt svona færi, var það meiri vorkunn en margt annað. Svona fór um öll norðurlönd. Eins og kunnugt er fylgdi Lúther og samverkamenn hans þeirri reglu, að geyma og varðveita alt-það af arfleWð- inni frá katólsku kirkjunni, sem ekki væri guðs orði gagnstætt, né kaemi i bága við evangeliska kenning. Til ÞeS® nú að koma þessu heim, varð auðvitað ýmsu að breyta við guðsþjónustuna ' kirkjunum. Prédikun guðs orðs var aftur gjörð að einu af aðalatriðum guðsþjónustunnar eins og verið hafð' í fyrstu kristni. Ýms atriði voru num'n úr gildi, eins og t. d. ýmislegt, sem sto í sambandi við nautn kvöldmáltíðarinna ■ En í öllum aðalatriðum fylgdi lúterska kirkjan því guðsþjónustuformi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.