Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 41
andatrúarlegs eðlis erlendis, og and- stæðinga þeirra um afhjúpanir svika- miðla og annað í þá veruna. Hér á eftir verður því aðallega sagt frá tveimur eða þremur aðal-deilumálum ársins 1906. Fyrst er það þáttur Skírnis. í Skírni 1905 birtist grein eftir Einar Hjörleifs- son sem nefndist ,,Trú og sannanir“. Virtist það vekja athygli manna að Einar skyldi fá inni með hana í ritinu, og bar Hafnardeild Hins íslenzka bókmenntafélags fram kvartanir við ótstjórann, Guðmund Finnbogason, í Því tilefni (ísafold XXXIII, 30, 12. maí 1906). Var yfirlýsingin svohljóðandi: ..Fundurinn lýsir því yfir, að hann tel- Ur það óheppilegt og eigi samkvæmt ti'gangi Bókmenntafélagsins að nota Skírni, tímarit Hins íslenzka bók- menntafélags, fyrir trúarbragða- eða andamálgagn“— Guðmundur Finnbogason svarar því til í ^jallkonunni 18. maí (XXIII, 22, 1906) aö bæði hafi greinin verið góð og Skírnir sé frjálst málgagn. Áður hafði Lögrétta (I, 13, 21. marz 1906) sakað btstjóra Skírnis og Valtý Guðmunds- ®°n, ritstjóra Eimreiðarinnar, fyrir að öthýsa grein íslenzks stúdents í Kaupmannahöfn andstæðri andatrú. Afstaða Valtýs sé skiljanleg, en ekki Guðmundar. Hann svarar um hæl (I, 15, 4. apríl 1906) og segir greinina Öýdda, lélega og ofstopafulla, en horsteinn segir í sama blaði að danska greinin sé mjög góð og hafi Lún vakið mikla athygli í Kaup- mannahöfn.— En athyglisverðast í Passu viðfangi er það að danska deildin skuli sjá ástæðu til að semja hálfgerðar vítur á Skírni fyrir að birta greinina. Þau mál sem mestum skrifum valda árið 1906, eru tvímælalaust lækn- ingatilraunir Indriða miðils á Jóni Jónssyni í Stóra-Dal, og ósjálfráð skrift Guðmundar Jónssonar, sautján ára latínuskólanema; hvort tveggja Tilraunafélagsmál. Munu tildrög að lækningatilraununum á Jóni þau, að hann hafði leitað til lækna syðra sök- um innanmeins, og þá aðallega til Guðmundar Björnssonar. Fengu læknar ekkert að gert, og snéri hann sér þá til Tilraunafélagsins. í Fjall- konunni (XXIII, 10, 10. marz 1906) segir Einar frá lækningartilraunun- um. Lýsir hann lækningunni og segir Indriða hafa með andlegum hol- skurði tekið eitraða klessu með krabbameinsbakteríum úr maga Jóns. Hafi lækningarnar nú staðið í 3 vikur og líði sjúklingnum stórum bet- ur. Það er að sögn Einars hinn norski læknir, sem fari í aðra öxl Indriða og veiti honum yfirnáttúrulegan kraft fram í fingurna. Ekki tóku blöð and- stæðinganna þessum fréttum þegj- andi. Reykjavíkin skrifar um lækn- ingarnar 17. marz (Vll.11, 1906) og segir málið algjört hneyksli. „Enginn frýr hr. Einari Hjörleifssyni vits, svo annað hvort hlýtur þetta flan hans að vera sprottið af trúgirni, og er þá á æðiháu stigi, eða hann er samsekur í kuklinu, og þá er það takmarkalaus ófyrirleitni að bera þetta á borð fyrir auðtrúa almenning". Síðan fylgja lýsingar á Indriða, sem „hingað til hefur ekki þótt staðgóð persóna". Segist Jón Ólafsson hafa heyrt að hann hafi fengizt við sjónhverfingar 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.