Kirkjuritið - 01.12.1978, Blaðsíða 8
Skálholt úr hnausum og spýtum
- Núernafnþitt-ogverðurtrúleda
lengi - tengt Skálholti. Hvaðan kom
áhuginn fyrir Skálholti og uppbygg-
ing þess?
- Áhuginn áSkálholti kom snemma,
strax á barnsárum mínum austur í
Meðallandi. Kveikjan kom aðallega
frá Torfhildi Hólm. Sögurnar hennar
þykja víst ekki merkilegar bókmennt-
ir. En þær orkuðu sterkt og jákvætt á
barnshugann. Brynjólfur biskup og
Jón Vídalín urðu fyrirferðarmiklir í
heimi drauma minna. Og Skálholt
sögunnar. Það var lengi uppistaðan í
leikum mínum. Á barði fyrir austan
túnið í Kotey reisti ég Skálholt úr
hnausum og spýtum, veglegan garð
með dómkirkju og skóla og mikilli á-
höfn - völur, kjálkar og leggir þöktu
tún og haga. Og Brynjólfur og Jón
Vídalín stýrðu staðnum, eða ég í um-
boði þeirra. Leikfélagar mínir, Sigur-
finnur bróðir minn og Ingimundur
Olafsson, kennari, en þeir voru á-
gætir samverkamenn í þessum um-
svifum, muna sjálfsagt þessar til-
tektir. Ég fluttist úr Meðallandi árið
eftir fermingu. Það liðu sex ár þar til
ég átti leið aftur um þessar bernsku-
stöðvar. Þá var Skálholtið mitt á rim-
anum auðvitað gjörfallið en greini-
legar rústir voru þar enn. Seinna var
landinu bylt til ræktunar og um-
merkin hurfu.
Þremur árum eftir að við feðgar
fluttum úr Meðallandi settist faðir
minn að á Iðu, fór að búa þar með
síðari konu sinni. Þaðan er skammt í
Skálholt. Ég var aldrei langdvölum á
246
Iðu, aðeins um sláttinn í þrjú sumur og
í jólaleyfum. En mér finnst ég hafa
sterkari heimakennd í Biskupstung-
um en í öðrum byggðum landsins.
Vafasamt er að Skálholt njóti sín betur
frá nokkrum stað en frá Iðu. Og oft lá
leiðin þar um. Þar sat rausnarbóndi,
Jörundur Brynjólfsson, góður ná-
granni. En rústir og fátæklegar leifar
fornrar vegsemdar minntu á harm-
þrunginn þátt í sögu þjóðar og kirkju.
Staðurinn hafði verið einkaeign erf-
ingja Hannesar biskups. Hann varð
falur á fjórða tugi þessarar aldar. Það
hefði verið gaman, ef prestar landsins
hefðu getað fest kaup á honum þá;
Það kom eitthvað til tals, en ekki í fullh
alvöru, enda til of mikils ætlast af fá'
mennri og fátækri stétt. Eftir atvikum
var það gleðiefni, að ríkið skyldi kaupa
staðinn. En engu breytti það í bil1-
Kirkjan var áfram ómessufær nema a
blíðum sumardögum. Og mikil óvissa
um það, hvernig ríkisvaldið mynd1
ráðstafa þessari eign. Það var ekki a-
stæðulaust að vera uggandi um,
einmitt nú kynni Skálholt að glatast að
fullu, glatast kirkjunni raunverulega’
vegna þess að því yrði ráðstafað undir
starfsemi og stofnanir, sem væru ekki
í neinum beinum tengslum við sögu'
helgina og kæmu ekki kirkjunni, sem
með rétti minninganna átti Skálhol -
að neinum notum beinlínis.
Kirkjuleg hugsjón var engin
- Þú varst frumkvöðull að stofnun
Skálholtsfélagsins fyrir þrjátíu árum-
Vildirðu e. t. v. segja nokkuð frá f'
drögum þess, frá markmiði félagsm
og starfi?