Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 13

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 13
FANNEY. 11 'f.a'rnhasQÚanv Eftir JON TRAUSTA. O R I Ð var sezl að völdum, með sól- eyjar í túnum og lambablóm í bög- um. Jörðin var orðin græn og ilm- andi og viðir stóðu ný-laufgaðir. Niðri í bygðu'm dúkaði sumarið öllum börnum sinum borð, en hærra uppi til heiða og Ijalla drotnaði veturinn enn þá. Pó lilánaði nú á brúnum með degi hverjum og fannirnar minkuðu í fjallabrekkunum. Næturnar voru orðnar bjarlar og blíðar. Sól var á lofti löngu eftir háttatíma, en samt var hún komin langt upp á austurloftið um fótaferðartíma. Peir, sem úti voru á nóttum, sáu dýrlega sjón og sjaldgæfa, því um lágnællið runnu kvöldroði og árroði sam- an í hánorðri og ofurlítil mön af sólinni gekk aldrei undir. Þá sló rósrauðum bjarma á fell og bæðir í suðrinu, en í norðri var sem baíið væri lagt lýsigulli. Vorannir voru byrjaðar. Á bverju túni sáust stúlkurnar með bvítar skýlur við vinnu sína og karlmennirnir á skyrtunni. Ný- græðingurinn þaut upp, en stutt- ur' var hann enn þá. Túnin voru yfir að líla sem grænt en glilofið silkillos. Geldféð var komið í heiðina, en lambærnar voru alt í kring- um bæina með lömbin sín, og ásóttu túnin. Lömbin voru orð- in stór og bústin, farin að bila gras, »eins og mamma« og farin að liafa vil á að stelast í túnin eins og fullorðna féð. Galsi var í þessum hrokkinhærðu ungvið- um á daginn. Ekki gekk á öðru en hlaupum og stökkum, glctl- um og gamanlátum úti í högun- um, svo »mömmunum«, sem voru rosknar og ráðsettar, þótti nóg um barnalætin. En á kvöld- in endaði alt með harmi og kveinstöfum, því þá voru óláta- belgirnir teknir frá móðurspen- anum og látnir i stekk. Þar jörmuðu lömbin sig uppgefm fram eftir allri nóttu, en ærnar »rifu sig rámár« fyrir utan. En svo koma fráfærurnar. Siggi og Bogga voru þau köll- uð, systkinin í Miðdal. Siggi var á 10. ári, Bogga á 11. Þau voru einkabörn foreldra sinna, sem bjuggu þar góðu l)úi. Næsta sumar á undan því, sem hér segir frá, liöfðu þau verið

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.