Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 23

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 23
FANNEY. 21 sínu. Karlinn væri grár og ú- frýnn, og gæfi honum ill auga. Kerlingin væri þó enn þá illilegri, og liei'ði öxi undir lærinu. Þar sæti yndisfögur stúlka á einu rúminu og væri all af að gráta. Henni hefðu útilegumennirnir rænt úr Eyjaíirði. Var hún ætluð yngra útilegumanninum fyrir konu, en vildi ekki þýðast liann. — Yngri útilegumaðurinn mundi biðja honum griða, en karl og kerling tækju því þurlega, og kerling mundi ýta öxinni lengra inn undir lærið á sér, svo minna bæri á henni. Urn kvöldið mundi hann liátta og lálast sofna, en gefa því þó auga, hvað kerling gerði af öxinni. Þá mundi hann heyra samtal karls og kerlingar, þar sem þau væru að ráðgast um, hvað við liann ætti að gera. Yrði sú niðurstaða þeirra, að hezt væri að ala liann svo sem hálfan mánuð og slátra honum síðan. Þannig væri einnig réttast að fara með stúlkuna, ef hún léti ekki að vilja þeirra. — En þegar allir væru sofnaðir færi hann á fætur og næði öxinni. Færði hann hana fyrst í höfuð karlinum og síðan kerlingunni, og yrði það hani þeirra heggja. En áður en hann gæti losað öxina úr hausi kerlingar, væri honum brugðið á loft og hann keyrður niður fall mikið. Væri þar kominn yngri útilegumaður- Þin og ætlaði að híta hann á barkann. En í því kæmi stúlkan honum til hjálpar. Drægi hún útilegumanninn ofan af honum og færi svo, að þau ætli öll ráð á lííi lians. Þá mundi þau lijóða honum líl' og þægi liann það. Síðan mundi hann flytja með þeim i bygð. Þá vildi stúlkan þýðast liann og tækjust með þeim góðar ástir, en hann léti af ránum og yrði hinn nýtasti maður. Væri hann lionum þakk- látur fyrir það alla sína æfi, að hann liafði ráðið af dögum ill- þýði það, sein hann var út af. Og svo — — — En þegar hann var að hugsa um alt þetta í hezta gengi, sá hann alt í einu, að hann var kominn fram á hrekkubrún. Neðanundir brekkunni var grænt og slétt lún, en í því miðju hær, með vallgrónum torfþekjum og sneru húsabökin að brekkunni. Við þessa óvæntu sjón nam hann staðar um stund og var ekki laust við að honum yrði hugfall. Hann þekti ekki þennan hæ. Það hlaut að vera útilegumanna- bær. Átti hann að hætta sér nær honum? Ætli hitt væri ekki réttara, að hann hlypi burt aftur og léli þokuna skýla sér, því ekki var það víst, að all færi eins og í sögunni, sem hann hafði verið að liugsa um. En ómannlegt þótti honum að flýja að óreyndu. Og eftir ofurlitla

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.