Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 26

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 26
24 FANNEY. en áður. Nú þótlist hún sjá, að allar þessar raddir, sem tækju undir við hana, væru tómt tál og blekking. Ef til vill voru það illar verur, hóla- og holla- búar, sem voru að liæðast að henni og vildu gera henni gletl- ur, en þorðu ekki að henni, af því henni höfðu verið kendar bænir og guð var með lienni. Svo settist hún niður og fór að lesa bænirnar sínar. Hún las þær í sömu röð, sem hún var vön að lesa þær kvöld og morgna, og bænalesturinn gerði hana ró- legri. Hún trúði því fastlega, að guð mundi bænheyra sig, og leyfa engu illu að komast að sér. Þegar hún var buin með alt, sem hún kunni, hætti hún við einni bæn frá eigin brjósti. Hún bað guð að hugga hana mömmu sína, sem nú væri að gráta vegna sín, og loks bað hún hann að leiða litla bróður sinn lieilan lieim, sem nú væri að villast í þokunni einhversstaðar í dalnum. Hún var orðin svo hugrökk, að hún gat talað við guð eins og liann væri þar hjá henni, og mundi ellaust bæn- heyra hana. Ut frá bænalestrinum sofnaði luin, yíirkomin af þreytu.----- þegar liún vaknaði aftur var liðið af miðnætti. þokan var jafndimm og áður, en með meiri úða. það var hrákalt, og þólt nóttin væri björt, var hálf-skugga- legt alt í kringum hana, og hún hríðskalf af kulda. Alstaðar var steinhljótt, en þungur vatnanið- ur heyrðist í fjarska. Hún fór af stað, en vissi eklt- ert hvert halda slcyldi. En hún var róleg. Nú var hún sannfærð um, að guð mundi hjálpa sér á einhvern hátt. Hann var svo góður og liún hafði heðið hann svo vel, áður en hún sofnaði. Líklega mundi liann þó ekki koma sjálfur, til að leiða hana út úr þokunni, en hann mundi senda engil. þeir voru svo. margir á himnum; allir góðir menn, sem dóu, urðu að engl- um. Ef til vill mundi liann senda ömmu hennar gömlu, sem hafði verið henni svo undurgóð. Hún var nú hjá guði. — Eða liann sendi litla bróður hennar, sem hafði dáið á fyrsta árinu. Nei, það mundi guð ekki gera. Hann var svo lítill, að hann gæli ekki hjálpað henni. Hann mundi heldur senda ömmu gömlu. Ef til vill segði hún henni þá ein- liverja fallega sögu, á meðan hún fylgdi henni á rétta leið. Meðan Bogga var að hugsa um þella, gckk hún áfram í liægðum sínum og tók lílið eftir því, að hún gekk stöðugt upp í móti. Jarðvegurinn var blautur og gljúpur, en lítill gróður, því snjórinn var nýþiðnaður. Enn sásl votta lyrir fönnum á stöku stað.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.