Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 31

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 31
FANNEY. 29 1. mynd. mynd. G var á leið lil Eyja- fjarðar með eimskipi. Við kómum að kveldi dags til Húsavíkur, og bjóst skipstjóri við að fara þaðan fyrri hlula nætur og verða kominn til Akureyrar árla morg- uns næsta dag. Eg gekk til hvílu glað- ur í liuga yfir þvi, að nú var svo skamt eftir að takmarkinu. Næsta morgun mundum við sjá Eyjafjörð og Akureyri, sem ég þráði svo mjög. Eg vaknaði snemma morguns og fór upp á þiljur. En hvað sá ég! Skipið lá kyrt og nið- dimm þoka var á, svo naumast sá lil yíir horð- stokkinn. Eg spurði skipverja, sem fram hjá mér gekk, hvort við værum komnir til Eyja- fjarðar, en hann kvað nei við og sagði, að skipstjórinn vissi ógjörla hvar við værum staddir. Þokan hefði skollið á, þegar komið var skamt frá Húsavík, og nú liel’ði skipið legið kyrt um liríð.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.