Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 18

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 18
1(» FANNE Y. x Nvi er að segja frá þeim Sigga og Boggu. Þeir, sem höi'ðu rckið með þeim lömbin upp í dalinn, skildu við þau um dagmálaleytið. Dá- lítilli stundu síðar skall þokan yfir. Lömbin báru sig aumlega eftir móðurmissinn og jörmuðu í sífellu. Þó fóru sum þeirra að grípa niður á grundunum í dal- num, því þar var nýgræðingur. Bogga sárkendi í brjósti um þau; en Sigga litla bjó annað í hug. Hann sárlangaði til að kveðja þau öll saman með kossi — að minsta kosti þau elztu og fal- legustu. Bogga grátbændi bann um, að ónáða nú ekki lömbin, fyrst þau væru farin að spekjast og sætta sig við nýgræðinginn. En á- stríða Sigga lilla óx einmitt við það. Hann læddist því ofan að lambabópnum, livað sem Bogga sagði. Lengi læddist liann eins og köttur eftir lautunum og lét ■ekki lömbin sjá sig. Hann slefndi á eitt vænsta Iambið, en gekk illa að komast í færi við það. Loks komst bann þó svo nálægt því, að honuin fanst ekki eftir betru að bíða. Þá tók hann stökk undir sig og ætlaði að bremma það. Hann náði í ullina á lamb- inu, en það tók hart viðbragð og sleit sig af honum. Rak það um leið eina klaufina óþyrmilega í kinnina á Sigga, rélt fyrir neð- an augað, svo þar blánaði und- an. Hröklaðisl bann út af við böggið og lenti ofan í leirskurð, en lambið bljóp leið sína. Siggi setlist upp lieldur seinl og fór að skæla, bæði af reiði og sársauka. Nú var hann all- ur orðinn leirugur og átti von á ávítum, þegar heim kæmi. En verst var þó að láta lambið l’ara svona með sig. wÞetta var þér mátulegt!« kall- aði Bogga lil bans heldur ert- nislega. Siggi bætti að skæla og beit ájaxlinn, en sagði ekkert. Hann bugsaði með sér, að bann skyldi launa lambinu þetta. Hann > slcyldi ná þrí, gefa því verðskuld- aða birtingu, en kyssa það svo að Iokum beint framan á snopp- una. Svo bljóp bann á eftir lamb- inu, en nú varaði það sig á honum. Og það var frárra á fæti en bann. Við þelta kom stygð að liin- um lömbunum. Þau bættu að bíta, en lilupu í allar áttir. Siggi var lílið betur séður í bóp þeirra en sjálfur erfðaóvinurinn, tóan. Bogga kallaði margsinnis til Sigga og bað bann að gera ekki J* þetta, en hann skeytti því engu. Nú var bann orðinn svo ákafur að eltast við lömbin, að bann tók hvert þeirra fyrir á eftir öðru.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.