Jörð - 01.12.1946, Side 12
Kristmann Guðmundsson:
Að gleðjast
Kristinann í gróðurhúsi sínu. I>að cr áfasl
við íbúðarhúsið, og eftirlæti hans. —
Fr. Clausen myndaði fyrir JÖRÐ.
HEIMURINN er að fara í Irundana! Það er allt að fara til
andskotans!
Eitthvað þessu líkt lteyrist alloft nú á dögum og það er ekki
laust við að uggur fari um mann á stundum og maður spyrji
sjálfan sig: Er eittlivað til í gömlu spádómunum, sem sögðu
fyrir heimsendi, og er hann nú að nálgast, eða ltvað? Það fer
ekki fram hjá neinum athuguhnn manni, að útlkið er skohi
viðsjárvert. Heimsstyrjöldin síðari, svo kölluð, er að vísu sögð
búin, en hvernig er friðurinn? Þrír fjórðu hlutar mannkynsins
búa við sárustu neyð og ekki h'klegt, að hægt v erði úr að bæta,
sivo nokkru nemi, fyrst um sinn. Tvö ósamræmanleg prinsípp
ýtast á í heiminum, og ekki annað sjáanlegt en að þau vígbúist
bæði af ofurkappi, leynt og ljóst. ög þegar litið er nær, inn í
sjálft daglega lífið hérna allt í kringum okkur, þá verðum við
vör ýmsra óhugnanlegra ábendinga um, að ekki sé állr með
felldu. Sjálft andrúmsloftið er fyllt af spenning og óró emi, —
eins og það titri af einhverju válegu magni. Á yfirborðinu get-
ur allt virzt í lagi, fljótt á litið; rnenn hafa gott kaup og nóg
fyrir sig að leggja. Alþýða nranna lifir lrér sæmilegu lífi, í fyrsta
sinn í sögu íslands. Landið er sjálfstætt ríki og nokkuð ve!
stætt á alþjóðavísu. Fólkið réttir úr kryppunni, — líkamlega að
minnsta kosti. Listir og vísindi blómgast, bókmenntir okkar