Jörð - 01.12.1946, Side 13
JÖRÐ
171
fara siguríör um heiminn. Við eignumst hús, brýr, vegi, skip,
flugför, — allt með ágætum. S a m t er einhver fjárinn að; við
erum ekki róleg, glöð og lífsreif. Hamingja okkar yfir unnum
sigrum og miklum árangri er kynlega dauf í dálkinn. Við blæj-
um hátt og stórkarlalega, lyftum bikurum dýrra veiga í erg og
gríð, brúkum mikið handapat og öskrum eins og naut á götum
höfuðborgarinnar hverja nótt. En — Ijómar g 1 e ð i n í aug-
um okkar og koma ósjálfrátt brosviprur um munninn, þegar
við erum ein, eða í kyrrð? — Maður verður lítið var við slíkt, —
eða tekur maður kannski ekki nógu vel eftir?
Margar orsakir geta legið til grundvallar fyrir skorti okkar á
sannri gleði. Ef til vill heyrum við gegnum öskrin og hlátra-
sköllin hungurstunur hundrað milljóna saklausra barna. Þessir
krakkar koma okkur náttúrlega ekkert við, en það getur verið
bölvans óþægilegt að sjá allt í einu fyrir sér í anda hóp af þeim
vera að slást eins og dýr um úldnar ruður upp úr sorptunnu
hérna í Berlín. Eittihvað af þessu vex nefnilega upp, þrátt fyrir
allt, og skapar hluta þess heims, sem börn okkar eiga að búa
í. Nú, svo er ýmislegt smávegis ifleira utan að komandi, sem
getur valdið fólki með næmar taugar óþægindum. Atóm-
sprengjan þótti á sínum tíma ærið ískyggileg, en það liggur við
að manni finnist hún orðin úrelt, þegar maður heyrir um þess-
ar nýju sóttkveikjuflaugar, sent getið var um í blöðunum ný-
lega. Með þeim er, skilst manni, hægt að sálga þetta allt upp
undir það helming mannkynsins á fáeinum klukkustundum,
með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Og að vísu mættu þær aðfarir
virðast „mannúðlegri" en að smámurka úr tugmilljónum
manna lífið með hungri og kulda á fleiri árum.
Þá hefur því verið fleygt, að einn góðan veðurdag mætti svo
fara, að einn elskulegur atómrannsóknarprófessor færi óvarlega
með eldinn og tendraði það bál, er gerði jörð vora í einu vet-
fangi að sæmilega samkeppnisfærum keppinaut sólarinnar.
Þetta og margt fleira getur auðvitað valdið okkur smávegis
andlegri óværu. En ekki held ég það eigi samt alla sökina á því,
hversu hávært og tómlegt er gaman vort nú til dags, og því,
hversu órór er hugur vor og gleði vor fátæk að hlýju.