Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 14
172
JÖRÐ
VÉR íslandsbörn lifum á ákaflega erfiðum tímamótum,
enda þótt margt leiki okkur í lyndi. Okkar forna menn-
ing, sem um margt var fádæma merkileg, er nú svo horfin úr
almenningseign, að lífsvenjur foreldra okkar, sem í dag erum
á fimmtugs aldri, eru næsta óskiljanlegar börnum okkar. Þ a u
verða að byggja á menningargrundvelli, sem er laus í sér og
kemur að litlu haldi, ef á reynir. Þ a u trúa ekki á neinn Guð,
jafnvel þótt nokkur þeirra eigi sér spámenn. Þ a u hafa flest
lært að fyrirlíta þær dyggðir, sem afar þeirra og ömmur báru
djúpa virðingu fyrir, jafnvel þótt skrykkjótt gengi að ástunda
þær. Og það sem átakanlegast er af öllu: Þau hafa lært að
blygðast sín fyrir að láta nokkurn verða þess varan, að þau beri
í brjósti hlýjar og hreinar tilfinningar.
Já, það síðast nefnda e r átakanlegt. Því hlýjar og hreinar til-
finningar eru fyrsta og fremsta skilyrði þess að geta glaðst raun-
verulega. En það, að geta glaðst af öllu hjarta, er inntak allrar
lífshamingju.
Við ísiandsbörn erum óþarflega köld, meinfýsin og ruddaleg
hvert við annað. Samt erum við, að öllu samanlögðu, allra
bezta fólk og það er leitt, að við skulum Iiafa vanið okkur á
þennan skratta. Nágrannar okkar á Norðurlöndum eru miklu
elskulegri í viðmóti, kurteisari og prúðari en við. Meðal þeirra
ber einnig miklu meira á einJægri gleði og þeir eru ekki nærri
eins smeykir við að sýna öðrum innileika og hlýju.
Það virðist auðvelt að rekja ástæðurnar fyrir þessu: Lífsbar-
átta okkar hefur verið örðugri og hörkulegri en nágrannanna,
menning okkar er miklu lausari í reipunum, við búum við
kaldara og sólskinssnauðara loftslag, leggjum okkur til munns
fjörefnasnauðari og' verr tilreidda fæðu. Síðast en ekki sízt á
smæð þjóðarinnar sinn drjúga þátt í þessu: Mannhræðslan er
miklu meiri en í fjölmennari þjóðfélögum.
Kúgun margra alda er ein þeirra stoða, sem rennur undir
kaldræni okkar. Og mér er ekki grunlaust um, að sjálfur upp-
runi þjóðarinnar eigi hlut að máli.
En hvernig sem á þessu stendur, er alveg víst, að við verðunr
að losna við það. Kæruleysi og ábyrgðarleysi gagnvart tilfinn-
ingum annarra stendur jafnt sjál-fum okkur sem öðrum fyrir