Jörð - 01.12.1946, Side 15
JÖRÐ
173
þrifum. Því það er tiltölulega augljóst lögmál, sem engiun fær
vikið sér undan, að sönn og einlæg gleði fæst alls ekki ókeypis.
Og hún verður aðeins keypt fyrir e i n n gjaldmiðil: Að gleðja
aðra! Hamingja kostar fórn; því verður ekki breytt, hvernig í
fjáranum sem farið er að. Og það er ekki hægt að g 1 e ð j a
aðra, án þess að temja sér einlægni og hjartahlýju, — sem
raunar langflestar manneskjur fá í vöggugjöf.
ÞEIM, sem trúa á Guð, ætti auðvitað að veitast léttara að
gleðjast í hjarta sínu. Og við höfum flest þekkt mann-
eskjur, sem eiga þá lífshamingju, er slík trú veitir. En þær eru
í miklum minnihluta hvarvetna. Það tjáir ekki að ræða við fá-
tækan mann eins og hann væri milljónamæringur; við verðum
að taka fullt tillit 'til efnaliags hans, ef okkur á að takast að gefa
honum einhver nýtileg ráð um góða afkomu í lífinu. En ein-
mitt á því skeri álít ég að allmargir p r e s t a r strandi: Þeir
byggja 'kenningu sína um of á forn.fálegu kerfi staðhæfinga,
sem mikill meiri hluti safnaðarmanna hefur rnjög takmarkaða
tiltrú til, vægilega sagt. Ég skal ekki draga í efa, að Guð sé mik-
ill og voldugur herra, þótt ég liafi sjálfur aldrei getað bundið
þau hugtök við hann. Ég Jærði einu sinni í Kverinu um eigin-
leika hans, en hef gleymt þeirn öllum, nema einum. Og sá eig-
inleiki mundi duga allflestum manneskjum til sáluhjálpar, ef
þær ástunduðu af heilurn hug að öðlast hlutdeild í honum,
hver eftir sinni getu. Þessi eiginleiki er á s t ú ð i n, — ekki
smeðjulegt kærleikskjaftæði yfir kaffibollum, né mærðarglam-
ur sjálfselskufullra prédikara, heldur hlýja, velvilji og umburð-
arlyndi, auðsýnt hverjum sem vera skal og hvernig sem á stend-
ur, í daglega lífinu. Ég er þeirrar skoðunar, að manneskjur
geti lært að breyta samkvæmt vilja Guðs án þess að trúa á
hann beinlínis; en vitað er, að sú trú er mörgum um megn. Sé-
um við börn hans, mun hann trúa á okkur og veita okkur
hjálp, enda þótt við efumst um að hann sé til. Þess vegna ætla
ég nú að taka hann sjálfan út af dagskrá, en athuga ofurlítið
nánar þann eiginleika lians, er ég nefndi hér að ofan, þann eig-
inleika, sem ég álít grundvöll allrar gleði, sem verð er að kall-