Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 16
174
JÖRÐ
ast því nafni, og hið eina, er gæti frelsað mannkynið frá þeirri
hryllilegu neyð, sem það nú er í.
HVAÐ er það fyrst og fremst, sem æskulýðurinn óskar sér
af gæðum lífsins? Er ungt og óspillt fólk almennt áfjáð
í auð og völd sjálfu sér til lianda? — Ég hef nú um inargra ára
skeið átt þess kost að kynnast ungum löndum mínum, og ég
hef auðvitað reynt að skyggnast sem bezt inn í drauma þeirra
um framtíðina. Það skal játað, að mér finnst stjórnmálaharkið
hafa spillt hér stærri hundraðshluta æskumanna en annars
staðar á Norðurlöndum. En það stafar aftur af því, að hér
skiptir almenningur sér meira af landsmálum en þar, og er
það sízt lastvert, ef alvara og heilindi fylgja. — Þrátt fyrir þetta
virðist mér sém óskir og vonir unga fólksins hneigist hér alveg
í sömu átt og þar annars staðar, sem ég hef haf-t tækifæri til
að kynnast því. Og ég geri beinlínis ráð fyrir, að það sé alls
staðar eins á byggðu bóli.
Það, sem ung og heilbrigð manneskja óskar sér, framar öðru,
er, að eignast góðan maka, sem hún getur lifað hamingju-
sömu h'fi með, heilbrigð börn, og skilyrði til góðrar afkomu,
svo hún geti notið lífsins og alið upp afkvæmi sín án ótta og
kvíða. Svo einfaldar, heilbrigðar og sjálfsagðar eru óskir alls
meiri hluta mannkynsins. Og á okkar miklu tæknitímum er
svo komið, að þær gætu auðveldlega ræzt, væri heiminum
aðeins stjórnað af velvild til mannanna. En við vitum öll,
hvernig það hefur gengið liingað til!
Við vitum h'ka öll, eða flest, svona nokkurn veginn, livað
það er, sem verið hefur versta torfæran á vegi mannkynsins til
hamingju. En það er einfaldlega þetta: Við höfum látið hjá
liða að gera öðrum eingöngu pað, sem við viljurn að peir geri
okltur! Þess vegna bafa miljónir barna alist upp við hungur
og hörku og orðið að spilltum þjóðfélagsmeðlimum, er sífellt
valda sýkingu gegnum afkomendur sína kynslóð fram af kyn-
slóð. Þess vegna gefst vitskertum séníum og djöfulóðum glæpa-
mönnum sífellt tækifæri til að leiða illa upplýstan og vonsvik-
inn múginn afvega, stofna til hryllilegra fjöldamorða, ægi-
grimmdar og eyðingar, sem stelur hamingju lífsins frá þeim,