Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 17
JÖRÐ
175
sem tóra ósköpin af, og lætur þá eftir snauða að trú, von og
kærleika.
En það er einmitt þessi heilaga þrenning, sem við getum
alls ekki án verið, ef vel á að fara. Og samnefnari hennar er
hinn ofannefndi eiginleiki, sem íslenzkan á svo ágætt orð
yfir: á s t ú ð.
Astúðin hefur þann töframátt, að hún fæðir af sér alla aðra
góða eiginleika, þar sem hún fær að þroskast. Umburðarlyndi,
fórnfýsi, aiúð og miskun gróa á vegum hennar, þolinmæði,
þrautseigja, víðsýni og skilningur — og g 1 e ð i.
Einhvern veginn er það orðið svo, að um leið og þessar
fögru, gömlu dyggðir eru nefndar, brosa tilheyrendur háðslega.
Þó eru þetta allt eiginleikar, sem telja verður bráðnauðsynlega
í hverju þjóðfélagi, — frá hagfræðilegu sjónarmiði, ef ekki
öðrum! Ef heiti þeirra kallar fram háðs'bros á varir okkar, þá
erurn við ekki heilbrigð, þá erum við meira eða minna smituð
af þeirri spillingu, sem veldur ógæfu mannkynsins.
Ég veit, að margir eru svo mjög sýktir, að til þeirra er þýð-
ingarlítið að tala. Þeir verða að ganga braut sína á enda og
glírna við erfiðleikana á sinn hátt. Við skulum hvorki dæma
þá né lasta, en gæta þess að rata ekki sjálf í sömu villu. Og við
skulum aumkva þá, því það er enginn öfundsverður af þeirri
umbun, sem lögmál lífsins veitir fyrir sjálfselsku og eigingirni,
ábyrgðarleysi, fláttskap og liroka.
EN ÞEIR, sem enn eiga í hjarta sér löngun eftir hreinni
og.hamingjusamari veröld, og mundu vilja leggja eitthvað
á sig til þess að skapa hana, ættu að hugsa sig alvarlega um
þegar í dag. — Náðu í hattinn þinn og kápuna þína, kunningi,
og farðu í langan göngutúr, helzt út að sjó, og aleinn! Og
reyndu á leiðinni að halda einarðlega og hreinskilnislega
dómsdag yfir sjálfum þér: Hvers vegna er hugur þinn órór og
á sífelldum flótta undan einhverjum skrambanum, sem þú
hefur ekki minnstu hugmynd um, lnvað er? Hvers vegna var-
astu að vera einn og ert þó hundleiður á flestum, ef ekki
öllum vinum þínum? Hvers vegna gætirðu þess jafnan að
sökkva þér ekki niður í þinn eigin huga og athuga það, sem