Jörð - 01.12.1946, Side 19
JORÐ
177
annars segja, eða hefurðu einlæglega ásett þér að reyna að
bæta það, sem aflaga fer? Eða kannski vegna barnanna, — sem
þú yrðir að borga skrambi rnikið með, ef þið skiljið?
Börnin — já, nú skulum við minnast á þau! Þau eru, eins
og kerlingin sagði, mesta guðsblessun og bölvuð plága. En við
skulurn ekki fara í neinar grafgötur með það, að hvað þ e i m
viðvíkur, skilur hið mikla lögmál lífsins ekki grín. Við berum
ábyrgð á örlögum barnanna okkar, ekki aðeins í dag og á
morgun, heldur um eilífar tíðir! Því enda þótt við trúum
ekki á annað líf og sleppum alveg velferð þeirra hinunr megin,
þá stendur sú staðreynd óhagganleg, að h'fið heldur áfram
li ér á Jörð. Það veganesti, sem við gefum börnunum, mun
hafa áhrif á afkvæmi Jd e i r r a í ótal liðu. Ranglæti eða
Iirottaskapur, sem þú sýnir litla, káta krakkanum Jrínum í
dag, gæti orðið Jress valdandi, að nýr Hitlir risi upp eftir
Imndrað ár! — Og meðan við tölum um ábyrgð okkar gagn-
vart fólki framtíðarinnar, er rétt að við gerum okkur ljóst,
að Jrað eru ekki aðeins okkar eigin afkvæmi, sem við Jrurfum
að taka tillit til og \i!ja vel, heldur ö 1 1 börn á Jörðinni,
hvorki rneira né minna. Við vitum sem sé ekki, hve mörg
Jreirra eiga eftir að blanda blóði við afkomendur okkar sjálfra
á ókominni tíð.
Þú skalt Jrví, kunningi sæll, athuga livað gaumgæfilegast
afstöðu Jrína til barnanna. Ef þér tekst að breyta vel við Jrau
og lrjálpa Jreim til að verða góðar og hamingjusamar mann-
eskjur, þá þykir mér líklegt, að þér fyrirgefist mikið hjá hin-
um æðri valdhöfum, og þá muntu sjálfur aldrei verða mjög
óhamingjusamur. — En hreytirðu ekki ónotum í krakkann
þinn líka, Jregar hann kemur og vill leika við þig? Það má
aldrei Iienda Jrig framar. Ef þú ert of þreyttur, eða þarft af
öðrum ástæðum að vera í friði, þá verðurðu að útskýra |rað
fyrir krakkanum, áður en þú rekur hann frá þér. Og þú skalt
ekki óttast, að hann skilji Jrig ekki, Jrví ef Jrú hefðir nennt að
k y n n ai,s t börnunum þínum, mundurðu hafa uppgötvað
fyrir löngu, að þú átt enga skilningsbetri og tillátssamari vini
en einmitt þau. Og þú nrundir hafa uppgötvað dálítið annað,
sem væri sjálfbyrgingshætti þínunr hollur lrnekkir, nefnilega
12