Jörð - 01.12.1946, Side 21
JÖRÐ
179
VIÐ skulum láta hér staðar numið. Ef til vill höfum við
tekið nokkuð djúpt í árinni. Við skulum vona það. En
eitt verðum við sjálfsagt sammála um: Þú átt ekki gleði, þú
ert ekki raunverulega hamingjusamur.
En þú þarft að læra að gleðjast. Ekki aðeins vegna sjálfs þín
og ástvina þinna, Ireldur vegna alls mannkynsins. Það e r
hætta á ferðum. Ef ekki verður snúið af þeirri ógæfubraut,
sem vér nú erurn á, mun lieimurinn farast. — Þú munt senni-
lega segja, að litlu muni, þótt einn eða tveir reyni að snúa
stefnunni, en það er ekki rétt hjá þér. Allt gott og allt illt,
sem valdið hefur straumhvörfum í veraldarsögunni, er í önd-
verðu verk örfárra einstaklinga, og það einmitt manna, sem
frá upphafi sýndust ekki líklegir til að standa í stórræðum.
Fallvötn, er á aurum renna, þurfa ekki allt af mikið til að ger-
breyta rennsli sínu.
HVAÐ má þá verða þessu lirjáða mannkyni til bjargar? —
Guð einn, segir gamla fólkið og prestarnir. Við skulum
láta það liggja milli hluta og atliuga, hvort ekki er hægt að
benda á eitthvað skiljanlegra og auðveldara.
Það er raunverulega aðeins þrennt, sem heilbrigðar mann-
eskjur óska sér og þarfnast: Að elska, starfa og tilbiðja. Og ef
þær fengju að gera það í friði, væri þessi blóði drifna Jörð
orðin að paradís áður en varir.
Hver er þá aðferðin til að koma þessu í kring og frelsa heim-
inn? — Sú hin sarna, er ein getur bjargað hamingju þinni: Að
ternja sér ástúð; að gleðjast á þann liátt að gleðja aðra; að eign-
ast t r ú, v o n og k æ r 1 e i k a. Það eru allt góðar, mann-
legar tilfinningar, sem við þurfum ekki að sækja í óskiljan-
lega heima. — Við skulum ekkert þrátta um það, hvort Guð
sé til. En sé hann það ek.ki, þá er okkur því fremur þörf á því
að vera hvert öðru góð.
Einu sinni (sem oftar?) var Sigurður Breiðfjörð staddur, drukkinn, í Ólafsvík.
Þá varð honum ljóð af munni:
Fallegt er, þá fellur sjór einn er Guð í öllu stór
að fjallaklónum, — — og eiiis í sjónum.
12*