Jörð - 01.12.1946, Side 22
Thora Friðriksson:
Fyrsta Frakklandsför mín
„Usually in ouv brief hasardous exislence
somc trifle, some accident, some quite un-
expeclcd and irrevelant fact has laid the
board in such a way as to determine the
move we make.“
Winston Churchill.
ÞEGAR við á efri árum flettum blöðunum í minningabók
ævi okkar, sjáum við, að hér og hvar hefur forsjónin, ör-
lögin eða einhver æðri máttur brotið eitthvert blað þannig,
að kapítulaskipting verður, og við stöldrum þá við, til þess að
íhuga þennan nýja kafla. Það er það, sem ég vildi reyna með
þessu broti úr sjálfsævisögu minni. F.n þar eð lífsbókin er
samfelld heild, þá er ekki unnt að rífa úr henni einn kapítula,
nema að minnast stuttlega á það, sem næst á undan er komið.
EINN góðan veðurdag árið 1891 fékk ég allt í einu blóð-
uppköst, og sagði Schierbeck landlæknir, að það væri
magasár, sem að mér gengi, og að ég ætti að liggja nokkrar
vikur í rúminu og gæta mikillar varúðar með mataræði. Ráð-
um hans var fylgt í öllu. Samt var ég hálfgerður sjúklingur
allt sumarið og fór lítið út. Um vorið hafði ég á heimili Schier-
becks, sem var mikill frönskumaður, kynnzt foringjanum á
franska herskipinu „Dupleix“, Littré að nafni. Það var roskinn
maður, en hafði komið hingað til íslands, er hann var ungur
sjóliðsforingi, og þá komið á heimili nágranna okkar, Rand-
rups lyfsala, sem þá var ræðismaður Frakka. Ég mundi vel
eftir Randrupsfjölskyldunni og gat sagt honum ýmislegt um
hana. Ég hafði bögglazt við að læra frönsku, mest af eigin
ramleik, og fannst M. Littré víst, sem ég væri barn, er væri að
læra að tala, og hafði gaman af. Ég liafði verið frísk og fjörug,
þegar hann fór á skipi sínu hringferð kringum land til að líta
eftir frakkneskum skútum, en þegar liann kom aftur til Reykja-