Jörð - 01.12.1946, Side 23
JÖRÐ
181
víkur urn miðjan júlí-
mánuð, var ég nýkomin
á fætur aftur eftir leg-
una. M. Iúttré kenndi
mjög í brjósti unr mig,
og þá viku, sem „Dup-
leix“ lá hér, vitjaði iliann
mín á hverjum degi,
færði mér franskar bæk-
ur og bauðst til að hjálpa
mér með frönskunámið
nreð jrví að skrifast á við
mig og senda mér bréf
mín aftur leiðrétt. Mér
fannst þetta kostaboð og
föður mínum líka. Við
liann talaði bann einnig
mikið um, að þegar
læknirinn áliti mig
ferðafæra, þá ætti liann
að láta mig fara til
Frakklands, bæði til
heilsubótar og til þess að
læra málið til fullnustu.
Bauðst ihann til að sjá
mér fyrir samastað, þegar að því kæmi. Faðir minn var hon-
um mjög þakklátur fyrir þetta vinarboð, en varla held ég, að
hann ihafi þá hugsað, að til þess mundi koma, að ég færi þessa
för, enda var hann ekki svo efnum búinn, að honunr fyndist
hann geta klofið þann kostnað, sem utanför mín og löng dvöl
í Frakklandi mundi hafa í för með sér. Hins vegar lrefur hin-
um föðurlega vini mínium, M. Littré, varla komið til hugar,
að bréfaskiptin, sem hann hafði skuldbundið sig til að eiga
við mig, stæðu i sjö ár, en svo langur tími leið, áður en ég var
orðin nógu frísk til fararinnar.
Veturinn 1891—2 og sömuleiðis næsta vetur kenndi ég reynd-
ar í barnaskóla Reykjavíkur, en var aldrei vel hraust, og um
Fröken Thora Friðriksson (til lungri) og
M. Littré, skipherra.