Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 24
182
JÓRÐ
haustið 1893 fékk ég aftur blóðuppköst og lá um tíma. Samt
hafði ég það af að kenna enn þennan vetur, því mér þótti mjög
gaman að því starfi. En 4. ágúst 1894 varð ég mjög veik af
þessum sama sjúkdómi, svo veik, að óttazt var um líf mitt. For-
eldrar mínir vöktu yfir nrér nótt og dag og eitt kvöld hvíslaði
faðir minn að mér: „Ef þú lifir þetta af, þá skaltu fá ósk þína
uppfyllta og fara til Frakklands."
Eg lifði, en nærri lieilt ár var ég rúmföst, og las mikið, eink-
um franska málfræði og franska bóknrenntasögu. Og alltaf
skrifaði M. Littré mér, og hafði ég ómetanlegt gagn af þessum
bréfaviðskiptum, enda var þessi þolinmóði kennari minn
framúrskarandi vel að sér í móðurmáli sínu og átti þar ekki
langt að sækja, því hann var bróðursonur Emile Littré, hins
fræga lærdómsmanns og orðabókarhöfundar.
Loksins kom að því, að læknirinn minn hélt, að mér væri
óhætt að leggja út á djúpið, þótt ekki væri það hættulaust, ef
ég yrði mikið sjóveik. M. Littré var búinn að útvega mér sama-
stað í heimavistarskóla, École Maintenon, í bænum Nogent-
sur-Márne, skammt frá París. Hann hafði lagt svo fyrir, að for-
stöðukona skólans léti sækja mig á járnbrautarstöðina í París,
því sjálfur bjó hann og kona hans suður í Pyreneafjöllum, í
bænum Bognéres de Bigorre. — Frá Reykjavík til Calais fylgd-
ist ég með danska kaþólska prestinum Johannes Frederiksen,
sem endurreisti hér kaþólska trúboðið. Þetta var í fyrsta sinni,
sem ég fór úr föðurhúsum, og fannst mér ferðin vera ævintýra-
kennd frá upphafi til enda. — Með skipinu „Vesta“, sem ég
fór með til Leitli, voru 30 enskir ferðalangar, tveir Danir og ég
eina konan. Við vorurn f jóra daga á leiðinni, og veðrið var svo
dásamlegt, að skipstjórinn korti síðasta daginn inn til mín og
sagði, að ég yrði að koma dálitla stund upp á þilfar og sjá At-
lantshafið í sérkennilegri dýrð, því að það væri eins og spegill
og það hefði hann aldrei séð, þótt oft hefði hann yfir það siglt.
Þernan (skipsjómfrúin, eins og hún þá var kölluð) -æpti upp
yfir sig og sagði, að bæði læknirinn og foreldrar mínir hefðu
beðið sig fyrir mig og að ég mætti ekki hreyfa mig, en skipstjór-
inn sagðist taka ábyrgðina á sig, og upp á þilfar komst ég og
gleymi seint þeirri sjón. Það var svo lygnt, að Englendingarnir