Jörð - 01.12.1946, Page 25
léku sér að fjaðrahnetti
á þilfari, en hið mikla
úthaf glampaði í sól-
skininu, eins og stöðu-
vatn í logni.
Mér varð ekki meint
af þessari óhlýðni við
lækninn, og næsta dag
gekk ég með séra Frede-
riksen alla leið frá
Leitli upp á Calton
Hill, og þaðan niður í
Princess Street Garden,
sem lá baðaður í sól-
skini. Trén, blómin og
hinn tignarlegi kast-
ali, Edinhurgh Castle,
fannst mér væri feg-
urðardraumur en ekki
veruleiki. Allt í einu
rankaði ég við mér, því
að það mtin víst vera
svo, að í öllum paradís-
um eru höggormar, og
í þessum aldingarði var hann stór, ihvæsandi og daunrammur
og skreið áfram á láglendinu með kastalahömrunum. Þetta var
fyrsta járnbrautarlestin, sem ég sá á ævinni. Ég staðnæmdist ó-
sjálfrátt á brúnni, sem lá hátt uppi y.fir bautinni, rneðan lestin
fór þar um másandi, í svörtum reykjarmekki.... mér fannst
þetta mannvirki djöfullegt. . . .
Séra Frederiksen gat ekki áttað sig á, hvað tefði mig, og varð
ég að segja honum orsökina, og hversu óviðurkvæmilegt mér
fyndist það vera, að ferðast í þessum svörtu kössum, í staðinn
fyrir að fljúga áfram á baki fræknum fáki, eins og ég var vön.
Um kvöldið varð ég samt að skríða inn í svona járnbrautar-
vagn. Mér fannst hann óvistlegur, enda var það þriðja farrými,
sem förunautur minn hafði ætlað okkur að dvelja í um nóttina