Jörð - 01.12.1946, Qupperneq 26
184
JORÐ
til London; gerði hann þetta til sparnaðar, en næsta kvöld,
þegar við lögðum af stað til Dover-Calais, afsagði ég að eiga
aðra nótt í skítugum klefa, og breyttum við þá til, og fór nú
sæmilega um okkur í járnbrautarlestinni og á ferjunni yfir
súndið. Séra Frederiksen spurði mig, hvað ég vildi sjá, þenna
eina dag, sem ég væri í London, en með því að ég vissi, að ég
gæti ekki mikið skoðað á nokkrum klukkustundum, þá kaus ég
að sjá Westminster Abbey og heimsækja enskukennara minn,
Mr. Dunsford.
Til Calais komum við ekki fyrr en unr miðnætti, en næsta
dag byrjaði vandinn fyrir mig, því að séra Frederiksen fór í
norður til Belgíu og Þýzkalands, en ég í suður til Parísar. Áður
en við skildum, símaði hann til Nogent-sur-Marne til þess að
láta vita, með lrvaða lest ég kæmi til Gare du Nord*) í París,
svo að einhver væri þar til þess að taka á móti mér. En þegar
þangað kom, sá ég enga konu á brautarpallinum, sem mér
sýndist líkleg til að vera þar kornin mín vegna. Þetta voru
mikil vonbrigði, því ég var alóvön svona ferðalögum, og þótt
séra Frederiksen væri búinn að útskýra fyrir mér, að ég þyrfti
að ná í farangur minn, lara í leiguvagni á aðra járnbrautarstöð,
kaupa mér larmiða til Nogent o. s. frv., þá treystum við því
bæði, að til þess fengi ég aðstoð hjá konu þeirri, sem átti að
sækja mig. Nú stóð ég þarna uppi ein, að miklu leyti mállaus,
því að vísu skildi ég frönsku ágætlega á bók, en var óvön að tala
Iiana. „Neyð kennir naktri konu að spinna“, og hún kenndi
mér að gera mig skiljanlega á hinu ókunna máli, og einhvern
veginn fór ég að því að klóra mig fram úr þessu, svo að ég komst
klakklaust til Nogent.
Ég var svo fegin, þegar ég heyrði nafnið Nogent hrópað, að
ég skundaði út, náði í farangurinn og ætlaði nú að ná mér í
leiguyagn eins og áður, en járnbrautarþjónarnir hristu höfuðið
og sögðu mér, að ég skyldi skilja eftir farangurinn í geymslu
hjá þeim og labba inn í bæinn, og kornst ég þá að því, að ég
hafði farið of snemma út, því að aðalstöðin væi'i inni í sjálfum
bænum og því engin von um að fá vagn hér. En ég er þrá, eins
og aðrir góðir íslendingar, og vildi ekki fara fet, nenia að hafa
) Jambrautarstöð. — Ritstj.