Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 27
JÖRÐ
185
allt dótið mitt með mér. Eftir nokkurt þras útveguðu þeir mér
karl með handkerru, og við hliðina á honum hélt ég innreiðina
í hin nýju heimkynni.
Aðalgatan í Nogent heitir la Grande rue og liggur gegnum
endilangan bæinn, og Guð veit, að mér þótti hún grande
stór), eða öllu heldur löng. Eg var alveg að gefast upp, þegar
við loksins komum á ákvörðunarstaðinn.
Ecole Maintenon var mjög fallegt, tvílyft skrauthýsi í stórum,
trjá- og blómagarði. Umltverfis liann var liá múrgirðing; á
lvenni var prýðilega fallegt hlið með útflúruðum járngrindum.
En í einu horninu við veginn var lítið, snoturt hús fyrir dyra-
vörðinn. \hð hringdum, og út kom miðaldra, þrekin kona,
sem fórnaði upp höndunum, þegar hún sá mig, karlinn og
stóra koffortið. Ég heyrði, að hún talaði um einhverja Madame
Lecocq, en vissi auðvitað ekki, við livað hún átti. Hún sendi í
hendingskasti eftir liúsmóðurinni, það er að segja forstöðu-
konu skólans, Madame Paris, og kom hún óðara. En á meðan
ég var að kynna mig ogsegja henni um ferðalag mitt, kom þessi
Madme Lecocq, sem hafði farið til höfuðborgaririnár til þess að
sækja mig, en ekki verið nógu l'undvís til að finna „l’Islandaise"
(hún hefur ef til vill verið að litast um eftir Eskimóastúlku?).
Madme Paris var auðsjáanlega bálreið \ ið erinclreka sinn og
sagði eitthvað ónotalegt við Jhana, en aumingja Madme Iæcoccj
flýtti sér að koma sér inn í luisið, og var það forstöðnkonan
sjálf, sem fylgdi mér upp í herbergið mitt.
Ég hef sjaldan á ævinni verið eins þreytt og eftir þetta ferða-
lag, enda hafði rnikið drifið á daga mína, síðan ég sté á skips-
fjöl í Reykjavík. Ég hafði meðal annars séð þrjár stórborgir
eins og í leiftursýn: Edinburgh, London og París. Ég hafði í
fyrsta sinni séð skrúðgarða með blómurn og trjám, vagna og
járnbrautir, farartæki, sem ekki voru til á íslandi. Ég hafði í
þrjá daga gengið meira, en ég var vön að ganga heima á ís-
landi í margar vikur. Og loksins þessi síðasta eldraun, að standa
í ys og þys á járnbrautarpalli í París og ráðstafa sjálfri nrér og
farangri mírium á máli, sem ég ekki hafði fullt vald á.
Ég gat með engu rnóti risið úr rekkju næsta dag og fann ég,
að Madme Paris líkaði það illa. Ég sá á andlitinu á henni, að