Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 29
JOR3
187
Paris þjótandi á eftir mér, þreif í handlegginn á mér og spurði,
Iivort ég Iiéldi, að það væri „comme il faut“ að horfa út um
grindurnar á þá, sem fram hjá gengu á götunni.
,,Já, en þetta voru hermenn (þá ætlaði alveg að líða yfir
frúna) og þetta er í fyrsta sinni á ævinni, sem ég hef séð þá.“
Madame Paris starði á mig, en ég flýtti mér, fremur hreykin,
að bæta við: ,,Á íslandi eru engir hermenn; ungum íslending-
um er ekki kennt að drepa.“
Frúin svaraði engu, en samt ásetti ég mér að líta aldrei út
um grindurnar, út á götuna, fyrst það væri ekki „comme il
faut“.
Madame Paris lagði at' stað til London og nú leystust vina-
hót Madame Lecocq úr læðingi, og hún vildi bókstaflega allt
fyrir mig gera. Þegar ég sat við hannyrðir, las hún upphátt
fyrir mig — en það er bezta skemmtun sem ég veit —; um
fjögurleytið færði hún mér tebolla út í garðinn, þar sem við
sátum oft saman; hún vakti mig á morgnana með kossi og
kallaði mig „mon soleil" („sólin mín!“) hrósaði mér fyrir, livað
ég væri góð og skemmtileg o. s. frv. Hún bauðst til þess að fara
með mér til París (bætti samt við, að ég yrði að borga ferðina
sína) eða ef ég vildi fara út í Vincennesskóginn, þá skyldi hún
leigja vagn handa okkur. En satt að segja var ég nokkuð lengi
að ná mér eftir ferðalagið, og treysti mér alls ekki til að ganga
lengi í einu og vildi líka vera búin að lesa mikið um París og
undirbúa mig undir að fara á söfn og sýningar. En ég leigði
vagn og við ókum út í skóg, því mannna mín, sem var dönsk,
hafði lagt ríkt á mig að segja sér, hvernig mér litist á skógana,
en þeirra hafði hún saknað mjög á íslandi.
Einn rnorgun kom Madame Lecocq inn til mín og sagðist
nauðsynlega þurfa að fara til París og hvort hún ætti ekki að
kaupa eitthvað fyrir mig. Þótt ég hefði hlakkað til að kaupa
mér sjálf fallegan Parísarhatt, þá datt mér nú í hug að trúa
henni fyrir þessu mikilvæga hlutverki og fór því í koffortið
mitt og tók upp peningaforða minn, sem allur var í gulli. Ég
man, þegar faðir rninn kom ánægður heim úr bankanum með
þá peninga, sem ég átti að borga með fleiri mánaða dvöl í
Nogent, því í bankanum hafði honum verið boðin þessi upp-