Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 30
Í88
JÖRÐ
hæð í 10 og 20 franka gullpeningum; þótti honum þetta hand-
hægara f'yrir mig, en að hafa ávísun á franskan banka, meðan
ég væri ókunnug. Það fór lítið fyrir þessum peningum, sem
voru í litlum strönglum, 10 peningar í hverjum. Annars var
H. Th. A. Thomsen, kaupmaður í Kaupmannahöfn, fjárhalds-
maður minn, og til hans gat ég alltaf náð, því til íslands var
enginn sími.
Mér datt ekki í hug að fara í felur með gullpeningana rnína
og Madame Lecocq virtist hissa að sjá ströngla mína fulla af
rauða gulli! Það liðu ekki nema fáir dagar þangað til Madame
Lecocq þurfti aftur að fara til París og bauðst til að kaupa eitt-
hvað fyrir mig. Ég man ekki. hvað hún keypti þá, en í þriðja
sinni stakk hún upp á að kaupa fyrir mig nótur, svo ég gæti
spilað á píanóið. Það var mikið flaustur bæði á henni og mér,
svo að ég tók ekki eftir fyrr en hún var farin, að nokkrir af
gullstönglum mínum höfðu \erið opnaðir og ekki gengið frá
þeim aftur eins og gert hafði verið í bankanum. Kornst ég þá
að raun um, að nokkrir peningar höfðu verið teknir úr hverj-
um ströngli! Mér varð heldnr en ekki bilt við. Verst þótti mér
að þurfa að skrifa föður mínum hvílíkur klaufi ég liefði verið,
að láta stela Irá mér nokkrum liundruðum frajrka fyrstu vik-
una, svo að segja, sem ég var að spóka mig úti í heiminum á
eigin spýtur. Það vildi svo heppilega til, að fnenka Madame
Paris kom að vitja mín þennan dag og ég trúði henni fyrir
raunum mínum. Hún varð mjög alvarleg á svipinn, og sagði,
að þetta hlyti fljótt að komast upp, {r\ í ég vissi, að enginn liefði
komið inn í herbergi mitt ncma vinnukonan og svo Madame
Lecocq; en henni þyrfti ég að segja fvá því undir eins og hún
kæmi heim. Ég sagðist ætla að skrifa M. Littré um þetta — en
honnm skrifaði ég alltaf einu sinni í viku, því hann vildi vita,
hvernig mér liði. En hún beiddi mig að bíða með það og sjá,
hverjn fram yndi.
Þegar Madame Lecocq kom upp á herbergið mitt með nót-
urnar, sem hún hafði keypt, sagði ég henni nndireins, að frá
mér hefði verið stolið, og heimtaði, að hún reyndi að hafa
upp á þjólnum, eða fara til lögreglunnar. Það leyndi sér ekki,
að henni varð mjög hverft við, en hún sagðist ekkert geta gert