Jörð - 01.12.1946, Síða 31
JÖRÐ
189
í þessu máli; það yrði að bíða heimko.mu Madame Paris. Og
ég beið með óþreyju. Loksins kom hún, en frænka hennar hafði
orðið fyrri til að segja henni frá óhappi mínu en ég. Hún var
önug, Jjegar ég hitti hana að máli, en ég er sannfærð um, að
hún var mjög leið út af því, sem komið hafði fyrir, en henni
var samt annast um, að ég segði Jretta engurn, því að það mundi
mjög skemma fyrir áiiti skólans. Þótt undarlegt megi þykja,
þá lét luin óánægju sína lenda á mér. Hún tók fyrir, að ég
l'engi te kl. 4 og annað því um líkt. Hún hafði frá byrjun sagt
mér, að hún læsi öll bréf, sem ungu stúlkurnar, sem henni var
trúað fyrir, tækju á móti eða skrifuðu. Mér stóð þetta á sama,
Jtví bréfaviðskipti mín voru á íslenzku og dönsku — málum,
sem hún ekki skildi — nema Joau bréf, sem Littré og ég skipt-
timst á einu sinni í viku. Ég var staðráðin í að skrifa honum
um málið, en hikaði samt við, að fara í launkofa með bréfin
mín, en frúin hafði harðbannað mér, að segja nokkrum frá
þessum smánarbletti á skólanum. Ég stóð samt fast á Javí, að
ég vildi fara til 1 ögreglustjórans og var mjög undrandi, Jregar
hún sagði mér, að í Nogent-sur-Marne væri enginn lögreglu-
stjóri; ég Jtyrfti því að fara til næsta bæjar, Joinville, ef ég
endilega vildi kæra. Já, ég vildi kæra. Hún sagði þá, að hún
skyldi láta Madame Lecocq af stað með ,,sólina“ sína, sem ský
hafði nú dregið fyrir. Ég var fremur dauf í dálkinn, Jaegar ég
lagði af stað, en kímnisgáfa mín lijálpaði mér til að komast í
gott skap áður en ferðinni var lokið, og ég get enn hlegið, þeg-
ar ég hugsa um hana.
Það var víst verið að byggja nýja lögreglustöð, en á nteðan
Iiafði lögreglustjórinn skrifstofur sínar í mjög lítilfjörlegum
húsakynnum, líkast skúr, að mér fannst. Hænsni voru þar á
hlaupum inn í anddyrinu, og nokkrir bændur sátu á bekkjum
í biðstofunni. Þegar okkur var lileypt inn á skrifstofuna, sat
þar rauðltærður maður, um þrítugt, við skrifborð. A4adme Le-
cocq spurði, hvort Jretta væri lögreglust jóri, en liann neitaði
því og sagðist vera tengdasonur hans og vera á skrifstofunni hjá
honum og koma í stað hans, jregar hann viki sér eitthvað frá,
eins og nú til dæmis.
Hann spurði því næst, hvað við hefðum á samvizkunni, en