Jörð - 01.12.1946, Síða 33
JÖRÐ
191
frönskunni minni. Meðan á öllu þessu þjarki stóð, kúrði Madme
Lecocq úti í horni og vilcli ekki láta á sér bera.
Auðvitað hafði ég ekkert upp úr þessari ferð til Joinville,
nema skrítna endurminningu. Peningana mína hvorki sá ég
né lieyrði um framar.
Nokkru síðar bauð Madme Paris mér að koma út í garð og
drekka te með tveimur gestum, sem ég þekkti, nefnilega frænku
liennar og MUe Viol. Meðan við sátum að tedrykkjunni, kom
Madme Iæcocq með ferðatösku í liendinni til að kveðja okkur.
Madme Paris sagði mér þá, að Madme Lecocq væri að fara í
sumarfrí, en um það liafði ég ekkert hevrt talað. Mér fannst
hún kveðja Madme Lecocq mjög kuldalega og sama var um
gesti hennar, svo ég kenncli í brjósti um liana og fannst vel til
fallið að láta geisla frá „sólinni“ falla á liana að skilnaði og
bauðst til að fylgja henni á járnbrautarstöðina, sem ekki var
langt frá. Þar kvaddi hún nrig með kossum og tárum; sagðist
ætla að skrifa mér, en það bréf hef ég aldrei séð og ekki liana
sjálfa síðan.
Þetta kvöld sló ég botninn í bréf, sem ég var byrjuð að skrifa
M. Littré, og þar sagði ég honum alla söguna.
Næsta morgun kom frænka Madme Paris til þess að sækja
mig ineð sér á torgið (þar var skemmtilegur markaður tvisvar
í viku með alls konar varningi). Mér fannst þessi vinkona mín
talsvert íbyggin á svipin, eins og henni væri mikið niðri fyrir.
Loksins kom það. Hún sagði, að samvizku sinnar vegna fyndist
sér hún yrði að segja mér sannleikann um hana frænku sína,
Madme Paris, sem að mörgu leyti væri góð kona og hefði tekið
sér nærri, að ég, útlendingurinn, hefði orðið fyrir þessum
þjófnaði, því að það væri skömm fyrir land og þjóð, en það
sem henni mislíkaði var, að frænka hennar hefði ekki sagt
mér sannleikann, því hún liafði fljótt komizt að því, hver
þjófurinn væri — en það var Madme Lecocq. Það hefði komizt
upp, að hún hefði verið skuldug í búðurn, því hún væri vín-
hneigð og sæti oft ein á kvöldin og huggaði sig við flöskuna. . . .
Meðan Madme Paris var í London, hafði hún allt í einu
farið að borga þessar smáskuldir sínar með gullpeningum.
Ferðin til Joinville var aðeins blekking. „En,“ bætti hún við,