Jörð - 01.12.1946, Blaðsíða 34
192
JÖRÐ
„í gær, þegar lrún skrökvaði að yður, að Madme Lecocq væri að
fara í sumarleyfi og lét það viðgangast, að þér fylgduð Iienni á
járnbrautarstöðina, þá tók nú út yfir allt. Hún var búin að
láta þennan aumingja játa glæpinn og liafði rekið hana í burtu
— en það átti allt að vera leyndardónmr, til þess að ekki kæmi
óorð á skólann hennar.“
Eg sagði lvenni þá frá, að ég væri með bréf í vasanum til
M. Littré, þar sem ég Iiefði sagt honum frá óhappi mínu og
ætlaði nú með það á pósthúsið.
„Auðvitað lét ég 'haria ekki lesa bréfið mitt í þetta skipti,“
bætti ég við.
„Þess þurfti ekki heldur; hún fór í hirzlur yðar í gær, meðan
þér voruð í burtu og las hálfskrifað bréf til M. Littré. . . .“
En þá varð ég reið og sagði, að það væri sök sér að stela frá
mér peningum mínum — ég ætlaði ekki að láta stela frá mér
hugsunum mínum. Nú sagðist ég rnundi skrifa M. Littré aftur
og aftaka að vera lengur í Ecole Maintenon; hann yrði að út-
vega mér einhvern annan stað.
Þetta gerði ég líka, en liann svaraði mér um hæl og beiddi
mig að vera rólega; hann væri of langt í burtu til þess að geta
nokkuð fyrir mig gert, en þau hjónin ættu góða vinkonu í
París, sem væri rík og mætti sín rnikils; og lnin hefði lofað, að
gera fyrir mig það, sem hún gæti, þegar hún kæmi heim; nú
væri hún í baðvistarstaðnum Vichy, en hún kæmi til Parísar
15. sept. Nafn þessarar konu væri Madm<- Laurent, en maður
hennar hefði um langt árabil verið Préfet maritime1) í Cher-
bourg, og þar hefðu þau þekkzt vel. Hann fékk síðan stöðu í
París, varð Président du Conseil de la Préfecture de la Seine,2)
en nú væri hann gamall og veiklaður og lifði á eftirlaunum sín-
um. Kona hans væri miklu yngri og af ríkum ættum.
Madme Paris færði mér bréfið opið, eins og vant var, en sagði
ekki aukatekið orð um innihaldið, og undraðist ég það.
Um sarna leyti og þetta gerðist, kom ung stidka frönsk, vel
ættuð, og var eins og ég „pensionnaise libre“.3) Við urðurn
undir eins miklir mátar og vorum allan daginn saman.
1) hafnarstjóri. 2) Sygnufylkisr;iðs-forseii. 3) í fríplAssi. — Ritstj.